1.100 milljarðar skipta máli Björn Berg Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið. Þetta er fyrsta kosningin eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og stendur valið á milli Marokkó og sameiginlegrar umsóknar Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Fulltrúar allra aðildarsambanda fá í fyrsta sinn að kjósa og hafði FIFA áður lagt mat á umsóknir samkvæmt skýrt skilgreindum matsþáttum. Sem dæmi má nefna að 6% niðurstöðunnar byggðu á mati á aðstöðu fyrir leikmenn og dómara og 3% á gæðum fyrirhugaðra stuðningsmannasvæða. Væntanlegur hagnaður FIFA af mótinu vó 30 prósent af heildarmatinu. Hugmyndin er að gera valið faglegra og eftir því hefur svo sannarlega verið kallað. Bandarísk yfirvöld áætla að umfang mútugreiðslna hjá FIFA undanfarin ár nemi um 15 milljörðum króna og valið á Katar og Rússlandi sem gestgjöfum HM hefur verið harðlega gagnrýnt. Nú reynir því á knattspyrnuhreyfinguna. Alls 211 aðildarsambönd kjósa 13. júní og talið er að mjótt verði á mununum. Bandarísk knattspyrnuyfirvöld tefldu fram afar sterku trompi á dögunum. Því var lofað að færi HM vestur um haf yrði hagnaður FIFA af mótinu um 1.100 milljarðar króna, svipað samanlögðum hagnaði sambandsins af HM 2006, 2010, 2014 og 2018. Aftur á móti er knattspyrnusamband Afríku stærst aðildarsambanda FIFA og reiknað er með að öll aðildarlöndin 53 styðji Marokkó. Það hefur kannski verið skipt um mann í brúnni en hagsmunir ráða enn hvernig aðildarsamböndin haga atkvæðum sínum. Það er ólíklegt að gæði stuðningsmannasvæða hafi áhrif, en 1.100 milljarðarnir hafa þó mikil áhrif á forsvarsmenn FIFA, sem í liðinni viku fengu neikvæð viðbrögð frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, varðandi tvö ný mót sem skila áttu sambandinu um 2.500 milljörðum króna í kassann. Þó FIFA sé rekið án hagnaðarsjónarmiða höfum við fyrir löngu áttað okkur á mikilvægi peninga í starfsemi þess. Þessir 1.100 milljarðar koma svo sannarlega til með að skipta máli.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Eftir þrjár vikur verður ákveðið hvar heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 verður haldið. Þetta er fyrsta kosningin eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu innan alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA og stendur valið á milli Marokkó og sameiginlegrar umsóknar Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Fulltrúar allra aðildarsambanda fá í fyrsta sinn að kjósa og hafði FIFA áður lagt mat á umsóknir samkvæmt skýrt skilgreindum matsþáttum. Sem dæmi má nefna að 6% niðurstöðunnar byggðu á mati á aðstöðu fyrir leikmenn og dómara og 3% á gæðum fyrirhugaðra stuðningsmannasvæða. Væntanlegur hagnaður FIFA af mótinu vó 30 prósent af heildarmatinu. Hugmyndin er að gera valið faglegra og eftir því hefur svo sannarlega verið kallað. Bandarísk yfirvöld áætla að umfang mútugreiðslna hjá FIFA undanfarin ár nemi um 15 milljörðum króna og valið á Katar og Rússlandi sem gestgjöfum HM hefur verið harðlega gagnrýnt. Nú reynir því á knattspyrnuhreyfinguna. Alls 211 aðildarsambönd kjósa 13. júní og talið er að mjótt verði á mununum. Bandarísk knattspyrnuyfirvöld tefldu fram afar sterku trompi á dögunum. Því var lofað að færi HM vestur um haf yrði hagnaður FIFA af mótinu um 1.100 milljarðar króna, svipað samanlögðum hagnaði sambandsins af HM 2006, 2010, 2014 og 2018. Aftur á móti er knattspyrnusamband Afríku stærst aðildarsambanda FIFA og reiknað er með að öll aðildarlöndin 53 styðji Marokkó. Það hefur kannski verið skipt um mann í brúnni en hagsmunir ráða enn hvernig aðildarsamböndin haga atkvæðum sínum. Það er ólíklegt að gæði stuðningsmannasvæða hafi áhrif, en 1.100 milljarðarnir hafa þó mikil áhrif á forsvarsmenn FIFA, sem í liðinni viku fengu neikvæð viðbrögð frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, varðandi tvö ný mót sem skila áttu sambandinu um 2.500 milljörðum króna í kassann. Þó FIFA sé rekið án hagnaðarsjónarmiða höfum við fyrir löngu áttað okkur á mikilvægi peninga í starfsemi þess. Þessir 1.100 milljarðar koma svo sannarlega til með að skipta máli.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar