Skuldaaukning 250 þúsund krónur á mann Katrín Atladóttir skrifar 23. maí 2018 07:00 Í aðdraganda kosninga kemur framtíðin, eðli máls samkvæmt, oft til tals. Þá er gjarnan rætt um hvaða umgjörð við hyggjumst búa börnunum okkar. Sennilega myndu fáir skrifa upp á það að skuldaklafi á þeirra herðar ætti að vera sérstakt baráttumál. Fjárhagsstjórn núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar ávísun á þetta. Gaumgæfum nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.Hærri tekjur Tekjur af grunnrekstri borgarinnar hækkuðu um 27,7 milljarða að raunvirði fyrstu þrjú ár kjörtímabils núverandi meirihluta, eða um 31,4 prósent. Rekstrartekjur námu tæpum 116 milljörðum króna árið 2017. Það þýðir að borgin hefur um 300 milljónir króna til ráðstöfunar alla daga ársins. Meiri tekjur borgarinnar koma beint úr vösum borgarbúa.Hærri skattar Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða 7,4 prósent tekna en íbúar Reykjavíkur 10,9 prósent.Hærri skuldir Samkvæmt ársskýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) 2017 var skuldahlutfall borgarinnar 187 prósent ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru teknar með í reikninginn. Það þýðir að heildarskuldir og skuldbindingar eru næstum tvöfaldar heildartekjur borgarinnar. Landsmeðaltal var 153 prósent. Reykjavíkurborg nýtir sér heimild til að undanskilja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við útreikning á skuldahlutfalli. Spyrja má hvort það gefi rétta mynd af skuldastöðu borgarinnar.Hærri skuldir á hvern íbúa Í sömu skýrslu EFS var skuldum skipt niður á íbúa borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldaði tæpar 2,4 milljónir. Skuldir á íbúa voru aðeins hærri í þremur öðrum sveitarfélögum, Fljótsdalshéraði, Norðurþingi og Reykjanesbæ. Núverandi meirihluti mun örugglega koma Reykvíkingum í fyrsta sætið ef svo fer fram sem horfir.Þróun skulda Landsmenn hafa unnið ötullega að því að lækka skuldir sínar og spara á árunum eftir hrun bankanna. Reykjavíkurborg fer gegn straumnum því skuldir vegna grunnreksturs borgarinnar hækkuðu um 45,2 prósent eða um 30,7 milljarða að raunvirði á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins, frá árinu 2014 til 2017. Núverandi meirihluti skuldsetti hvern íbúa um tæpar 250 þúsund krónur fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins.Ráðdeild? Í Reykjavík er skattheimta með hæsta móti. Skuldahlutfall borgarinnar að teknu tilliti til allra fyrirtækja í eigu hennar er langt yfir landsmeðaltali. Skuldir á íbúa eru með þeim hæstu á landinu. Hækkun skulda á íbúa fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins voru 250 þúsund krónur, eins og áður segir. Ein milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Allt gerðist þetta í fordæmalausu góðæri meðan tekjur hækkuðu yfir 30 prósent eða um tæpa 28 milljarða. Í góðæri sem mun ekki vara að eilífu. Höfum hugfast að skuldadagar koma, það er eins víst og nótt fylgir degi. Tíminn til að víkja af vegi skuldasöfnunar er núna og þar með komum við í veg fyrir að skuldaklafanum verði velt á herðar komandi kynslóða; barnanna okkar. Í því felst velferð Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Kosningar 2018 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninga kemur framtíðin, eðli máls samkvæmt, oft til tals. Þá er gjarnan rætt um hvaða umgjörð við hyggjumst búa börnunum okkar. Sennilega myndu fáir skrifa upp á það að skuldaklafi á þeirra herðar ætti að vera sérstakt baráttumál. Fjárhagsstjórn núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar ávísun á þetta. Gaumgæfum nokkrar staðreyndir þessu til stuðnings.Hærri tekjur Tekjur af grunnrekstri borgarinnar hækkuðu um 27,7 milljarða að raunvirði fyrstu þrjú ár kjörtímabils núverandi meirihluta, eða um 31,4 prósent. Rekstrartekjur námu tæpum 116 milljörðum króna árið 2017. Það þýðir að borgin hefur um 300 milljónir króna til ráðstöfunar alla daga ársins. Meiri tekjur borgarinnar koma beint úr vösum borgarbúa.Hærri skattar Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall af tekjum sínum til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Íbúar á Seltjarnarnesi greiða 7,4 prósent tekna en íbúar Reykjavíkur 10,9 prósent.Hærri skuldir Samkvæmt ársskýrslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) 2017 var skuldahlutfall borgarinnar 187 prósent ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru teknar með í reikninginn. Það þýðir að heildarskuldir og skuldbindingar eru næstum tvöfaldar heildartekjur borgarinnar. Landsmeðaltal var 153 prósent. Reykjavíkurborg nýtir sér heimild til að undanskilja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við útreikning á skuldahlutfalli. Spyrja má hvort það gefi rétta mynd af skuldastöðu borgarinnar.Hærri skuldir á hvern íbúa Í sömu skýrslu EFS var skuldum skipt niður á íbúa borgarinnar. Hvert einasta mannsbarn í Reykjavík skuldaði tæpar 2,4 milljónir. Skuldir á íbúa voru aðeins hærri í þremur öðrum sveitarfélögum, Fljótsdalshéraði, Norðurþingi og Reykjanesbæ. Núverandi meirihluti mun örugglega koma Reykvíkingum í fyrsta sætið ef svo fer fram sem horfir.Þróun skulda Landsmenn hafa unnið ötullega að því að lækka skuldir sínar og spara á árunum eftir hrun bankanna. Reykjavíkurborg fer gegn straumnum því skuldir vegna grunnreksturs borgarinnar hækkuðu um 45,2 prósent eða um 30,7 milljarða að raunvirði á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins, frá árinu 2014 til 2017. Núverandi meirihluti skuldsetti hvern íbúa um tæpar 250 þúsund krónur fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins.Ráðdeild? Í Reykjavík er skattheimta með hæsta móti. Skuldahlutfall borgarinnar að teknu tilliti til allra fyrirtækja í eigu hennar er langt yfir landsmeðaltali. Skuldir á íbúa eru með þeim hæstu á landinu. Hækkun skulda á íbúa fyrstu þrjú ár kjörtímabilsins voru 250 þúsund krónur, eins og áður segir. Ein milljón króna á fjögurra manna fjölskyldu. Allt gerðist þetta í fordæmalausu góðæri meðan tekjur hækkuðu yfir 30 prósent eða um tæpa 28 milljarða. Í góðæri sem mun ekki vara að eilífu. Höfum hugfast að skuldadagar koma, það er eins víst og nótt fylgir degi. Tíminn til að víkja af vegi skuldasöfnunar er núna og þar með komum við í veg fyrir að skuldaklafanum verði velt á herðar komandi kynslóða; barnanna okkar. Í því felst velferð Reykvíkinga til framtíðar.Höfundur skipar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun