Ófrjálsi lífeyrissjóðurinn Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 23. maí 2018 07:00 Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa málefni Frjálsa lífeyrissjóðsins, sem rekinn er af Arion banka, verið í fréttum vegna fjárfestinga sjóðsins í fyrirtækinu United Silicon. Þá raunasögu þarf ekki að endursegja en ein afleiðing hennar var fjárhagstap tugþúsunda sjóðfélaga fyrir vel á annað þúsund milljónir króna. Það er umhugsunarvert að einu lífeyrissjóðirnir sem sáu ástæðu til að leggja lífeyrissparnað fólks í þetta áhættumikla tilraunaverkefni voru í umsjón Arion banka, að frátöldum Festu lífeyrissjóði sem starfar mestanpart á Suðurnesjum. En þetta undrar engan sem þekkir til innstu kima í fjárfestingarbönkum. Þeir eru í eðli sínu áhættusæknir og hagsmunaárekstrar hljótast af nálægð ólíkra starfssviða. Ádrepur frá eftirlitsaðilum breyta því miður litlu um. Áföll sem þessi hafa hins vegar þær góðu hliðarverkanir, ef svo má segja, að sjóðfélagar ranka við sér og taka að spyrja réttu spurninganna, með lýðræðislegum rétti sínum. Það gerðu til dæmis sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum skömmu eftir hrun og ári síðar slitu þeir sambúðinni með Íslandsbanka. Sjóðurinn var orðinn of stór fyrir bankann og nú starfar Almenni lífeyrissjóðurinn frjáls og óháður.Aðalfundur fram undan Eftir eina viku verður aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins og hann verður að sjálfsögðu haldinn í húsakynnum Arion banka. Kosnir verða tveir af sjö stjórnarmönnum til tveggja ára. Undirritaður hefur verið sjóðsfélagi í 24 ár og starfaði í 20 ár á verðbréfamarkaði, fyrst hjá Kaupþingi, en síðar með eigið verðbréfafyrirtæki, H.F. Verðbréf, sem þjónustaði meðal annars flesta lífeyrissjóði landsins um árabil. Þá stofnaði ég upplýsingasíðuna Kelduna svo meðal annars mætti bera saman ávöxtun verðbréfa- og lífeyrissjóða ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum og aðgangi að opinberum skrám. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins og vil þannig leggja mitt lóð á vogarskálar nýrra vinnubragða. Þá hef ég lagt fram tillögu til aðalfundar um að grein 4.9. í samþykktum sjóðsins verði afnumin en hún kveður á um að Arion banki annist daglegan rekstur Frjálsa lífeyrissjóðsins samkvæmt rekstrarsamningi. Slíkt ákvæði í samþykktum er öfugmæli hjá sjóði sem kennir sig við frelsi. Rígbundinn sem hann er í báða skó. Mætum og höfum áhrif Aðalfundir lífeyrissjóða eru allajafna fámennar samkomur og einstaka sjóðsfélagar finna til lítilla áhrifa. Dræm kosningaþátttaka viðheldur óbreyttu fyrirkomulagi. Ég hvet þá sjóðfélaga, sem vilja ný og nútímaleg vinnubrögð, til að fjölmenna á aðalfundinn miðvikudaginn 30. maí kl. 17.15. Það verður áhugavert að heyra sjónarmið sjóðsfélaga. Sjálfum finnst mér klént að reka 200 milljarða lífeyrissjóð í eigu 55 þúsund sjóðfélaga, eins og skúffu í fjárfestingarbanka. Það er alfarið á valdi sjóðfélaganna að breyta því úrelta fyrirkomulagi.Höfundur er sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjónum
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun