Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. maí 2018 21:46 Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Aðgengi allra að samfélaginu okkar er grunngildi Pírata. Það er ekkert lýðræði án jafnréttis og jafns aðgengis. Við verðumað vinna gegn því viðhorfi að aðgengi fyrir fatlað fólk sé afgangsstærð en ekki forgangsmál. Við þurfumbreyta skipulagi samfélagsins svo að fatlað fólk, til jafns við ófatlað fólk, geti verið fullgildir borgarar samfélagsins okkar. Við Píratar ætlum að standa vörð um mann- og borgararéttindi fatlaðs fólks. Það er hluti af okkar hugsjón um lýðræði. Nýlega samþykkti þingið lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þarna er verið að innleiða hugmyndafræðina á bak við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með þessum lögum í þjónustu við fatlað fólk. NPA eða Notendastýrð persónuleg aðstoð er mál sem barist hefur verið fyrir lengi. Þjónusta sem er fest í sessi með þessum lögum. En lögin fjalla um meira og snúast um að þjónusta við fatlað fólk eigi að ganga lengra en að sinna grunnþörfum. Hún á að tryggja borgararéttindi fatlaðs fólks. Lögin snúast um að meðal annars gera fötluðu fólki kleift að mennta sig, taka virkan þátt í atvinnulífinu og tómstundum, eiga fjölskyldu- og félagslíf. Þetta hljómar kannski er róttækt og er sjálfsögð nútímasamfélags. En fatlað fólk hefur lifað við aðra raun allt of lengi. Fatlað fólk er fyrst og fremst fólk. Það á að njóta sömu mannréttinda og aðrir. Hluti af hugmyndum Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks eru rétturinn til sjálfstæðs lífs og og hugmyndin um sameinandi samfélag. Sameinandi samfélag er eitthvað sem sumir kalla „samfélag án aðgreiningar.” Það hugtak teljum við Píratar ekki fyllilega góða þýðingu á enska hugtakinu „inclusive society” og notum frekar hugtakið sameinandi samfélag. Það snýst um að samfélagið þarf á að gera eitthvað virkt til að fatlað fólk sé fyllilega hluti af samfélaginu okkar. Það er ekki nóg að gera bara ekki eitthvað eins og neitunin í „samfélagi án aðgreiningar” vísar til. Þær raddir heyrast að rétt sé að snúa frá hugmyndum um skóla „án aðgreiningar.“ Ásetningurinn er án efa góður enda hefur skóli „án aðgreiningar” eða sameinandi skóli aldrei verið almennilega raungerður á Íslandi vegna fjársveltis. Við teljum þetta ekki rétta aðferðarfræði til að mæta þörfum fólksins og viljum setja nýtt fjármagn í nýju hugmyndafræðina en ekki til frekari uppbyggingar á gömlum stofnanaúrræðum. Þetta snýst ekki um að loka einhverju húsi sem fólki líður vel í, heldur um að setja nýtt fjármagn í nýja þjónustu. Til þess að gera sameinandi skóla að raunveruleika þarf meðal annars að styðja mun betur við fötluð börn og auka stuðning við fatlað fólk í menntakerfinu. Sameinandi samfélag og sameinandi skóli eru mannréttindi. Það að vinna gegn þessu er að brjóta mannréttindi. Píratar vilja innleiða NPA hraðar en áætlanir kveða á um. Uppfæra þarf alla þjónustu við fatlað fólk til að uppfylla hugmyndafræðina um sameinandi samfélag og sjálfstætt líf. Píratar treysta almenningi til að ráða sínum málum og þar með fötluðu fólki. Við viljum efla aðkomu borgaranna að ákvörðunum sem þá varða. Við Píratar höfum barist fyrir að auka samráð við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess við gerð stefna og framfylgd þeirra og munum halda því áfram. Samráðið skal fara fram á öllum stigum vinnunnar. Auka þarf aðgengi allra að samfélaginu. Allar framkvæmdir borgarinnar skulu gerðar með algildri hönnun að leiðarljósi og halda skal röskun á aðgengi í lágmarki á framkvæmdastigi. Auka þarf aðgengi fatlaðs fólks að upplýsingum og styrkja þarf frumkvæði borgarinnar við upplýsingagjöf. Allir eiga að sitja við sama borð svo það sé ekki háð styrki baklands þíns hvaða þjónustu þú nýtur. Styðja þarf verslunar- og þjónustuaðila til aðgengisúrbóta á gömlu húsnæði og auðvelda aðgengisúrbætur. Við erum öll hluti af þessu samfélagi. Við erum sterkari saman.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun