Virtir þýskir hagfræðingar leggjast gegn tillögum um endurbætur á evrunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2018 20:00 Emmanuel Macron forseti Frakklands hefur sett fram metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir myntsamstarfið um evruna. Hugmyndir hans hafa fallið í grýttan jarðveg í Þýskalandi og víðar. Vísir/Getty Alls 154 þýskir hagfræðingar, margir hverjir mjög virtir, leggjast gegn tillögum Emmanuel Macron Frakklandsforseta um breytingar á myntsamstarfinu um evruna í grein sem birtist í Frankfurter Allgemeine Zeitung í dag. Í greininni gagnrýna þeir hugmyndir Frakklandsforseta um aukna efnahagslega samþættingu ríkjanna sem nota evruna og kalla eftir úrræðum fyrir ríki að segja sig úr myntsamstarfinu og hætta í evrunni. Macron hefur meðal annars kallað eftir sameiginlegum tryggingarsjóði innistæðueigenda á evrusvæðinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macrons. Tímasetning greinarinnar er engin tilviljun til stefnt er að því að ná samkomulagi um breytingar á myntsamstarfinu á ríkjaráðstefnu í Brussel hinn 28.-29. júní næstkomandi. Hagfræðingarnir segja að leiðtogar ríkjanna í myntsamstarfinu eigi að beina kröftum sínum að því að fá ríkin sem eru í skuldavanda til að ráðast í endurbætur heima fyrir og búa til regluverk svo ógjaldfær ríki geti sagt sig úr evrusamstarfinu. Á meðal höfunda greinarinnar eru Hans Werner Sinn, fyrrverandi forseti Ifo Institute og Jürgen Stark sem sat um tíma í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu. Hagfræðingarnir halda því fram að fyrirhugaður fjárfestingarsjóður fyrir efnahagslegan stöðugleika muni leiða til enn frekari tilfærslu fjármagns og lána til ríkja sem hafi mistekist að ráðast í efnahagslegar endurbætur í fortíðinni. „Það væri rangt að verðlauna misferli og óstjórn,“ segja þeir og benda á að þýska ríkið hafi nú þegar tekið við 900 milljóna evra skuldbindingum frá Seðlabanka Evrópu í gegnum Target2 kerfið sem beri enga vexti. Þeir telja að tillögur Macrons skapi vandamál fyrir íbúa ríkjanna sem nota evruna sem sjáist nú þegar í lægri launum, aðallega hjá ungu fólki. Þýsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhuga á að ná einhvers konar samkomulagi um breytingar á myntsamstarfinu á ríkjaráðstefnunni í Brussel án þess að gefa upp nákvæmlega að hverju sé stefnt. Fram kemur í Financial Times (FT) að embættismenn í Brussel telji að þýsk stjórnvöld, þar á meðal fjármálaráðherrann Olaf Scholz, vilji ráðast í hófstilltar aðgerðir og styðji tillögur sem settar hafi verið fram af Hollendingum og Írum. Í slíkum tillögum sé áhersla lögð á aukna ábyrgð aðildarríkja Evrópska myntbandalagsins að tryggja skynsamlega hagstjórn. Hollendingar hafi lagt ríka áherslu á mjög ströng skilyrði fyrir aukinni efnahagslegri samþættingu aðildarríkjanna. Í FT segir að Hollendingar vilji sjá endurbætur á bankakerfinu á Ítalíu og víðar í álfunni og niðurfærslu lélegra lánasafna í ítalska bankakerfinu. Þýsk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að hugmyndir um sameiginlegan innistæðutryggingarsjóð fyrir ríkin á evrusvæðinu, svokallað EDIS, komi aðeins til greina sem langtímamarkmið og niðurfærsla lána í ítalska banakerfinu og endurskipulagning þess sé algjör frumforsenda þess að slíkar hugmyndir nái fram að ganga. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Alls 154 þýskir hagfræðingar, margir hverjir mjög virtir, leggjast gegn tillögum Emmanuel Macron Frakklandsforseta um breytingar á myntsamstarfinu um evruna í grein sem birtist í Frankfurter Allgemeine Zeitung í dag. Í greininni gagnrýna þeir hugmyndir Frakklandsforseta um aukna efnahagslega samþættingu ríkjanna sem nota evruna og kalla eftir úrræðum fyrir ríki að segja sig úr myntsamstarfinu og hætta í evrunni. Macron hefur meðal annars kallað eftir sameiginlegum tryggingarsjóði innistæðueigenda á evrusvæðinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur lýst yfir stuðningi við hugmyndir Macrons. Tímasetning greinarinnar er engin tilviljun til stefnt er að því að ná samkomulagi um breytingar á myntsamstarfinu á ríkjaráðstefnu í Brussel hinn 28.-29. júní næstkomandi. Hagfræðingarnir segja að leiðtogar ríkjanna í myntsamstarfinu eigi að beina kröftum sínum að því að fá ríkin sem eru í skuldavanda til að ráðast í endurbætur heima fyrir og búa til regluverk svo ógjaldfær ríki geti sagt sig úr evrusamstarfinu. Á meðal höfunda greinarinnar eru Hans Werner Sinn, fyrrverandi forseti Ifo Institute og Jürgen Stark sem sat um tíma í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu. Hagfræðingarnir halda því fram að fyrirhugaður fjárfestingarsjóður fyrir efnahagslegan stöðugleika muni leiða til enn frekari tilfærslu fjármagns og lána til ríkja sem hafi mistekist að ráðast í efnahagslegar endurbætur í fortíðinni. „Það væri rangt að verðlauna misferli og óstjórn,“ segja þeir og benda á að þýska ríkið hafi nú þegar tekið við 900 milljóna evra skuldbindingum frá Seðlabanka Evrópu í gegnum Target2 kerfið sem beri enga vexti. Þeir telja að tillögur Macrons skapi vandamál fyrir íbúa ríkjanna sem nota evruna sem sjáist nú þegar í lægri launum, aðallega hjá ungu fólki. Þýsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhuga á að ná einhvers konar samkomulagi um breytingar á myntsamstarfinu á ríkjaráðstefnunni í Brussel án þess að gefa upp nákvæmlega að hverju sé stefnt. Fram kemur í Financial Times (FT) að embættismenn í Brussel telji að þýsk stjórnvöld, þar á meðal fjármálaráðherrann Olaf Scholz, vilji ráðast í hófstilltar aðgerðir og styðji tillögur sem settar hafi verið fram af Hollendingum og Írum. Í slíkum tillögum sé áhersla lögð á aukna ábyrgð aðildarríkja Evrópska myntbandalagsins að tryggja skynsamlega hagstjórn. Hollendingar hafi lagt ríka áherslu á mjög ströng skilyrði fyrir aukinni efnahagslegri samþættingu aðildarríkjanna. Í FT segir að Hollendingar vilji sjá endurbætur á bankakerfinu á Ítalíu og víðar í álfunni og niðurfærslu lélegra lánasafna í ítalska bankakerfinu. Þýsk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að hugmyndir um sameiginlegan innistæðutryggingarsjóð fyrir ríkin á evrusvæðinu, svokallað EDIS, komi aðeins til greina sem langtímamarkmið og niðurfærsla lána í ítalska banakerfinu og endurskipulagning þess sé algjör frumforsenda þess að slíkar hugmyndir nái fram að ganga.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent