The Sun um Ísland: Flottur búningur en erfiðasti þjóðsöngurinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2018 15:15 Birkir Bjarnason er með rosalega greiðslu. Vísir/getty Kynningin á íslenska landsliðinu á vef breska götublaðsins The Sun er nokkuð skemmtileg en þar á bær eru menn hrifnir af flestu sem tengist íslenska liðinu. Ýmislegt hefðbundið má finna í kynningunni eins og fólksfjölda á Íslandi, hver er þjálfari, fyrirliði og helsta stjarna og svo eru Sun-menn ánægðir með viðurnefnið Strákarnir okkar eða Our boys eins og það útleggst á ensku. Íslenska treyjan hefur fengið misjafna dóma en hún fær nánast fullt hús í umfjöllun The Sun. „Treyjan nýtur innblásturs úr ís, vatni, eldi og geysi. Íslenska treyjan er frábær. Alveg blá með smá rauðu og hvítu á öxlunum. Þetta er treyja sem Frakkar óska þess að þeir væru í,“ segir í kynningunni. Birkir Bjarnason er sagður með svakalegustu hárgreiðsluna en hann er einhvers staðar á milli norsks Guðs og leikkonunnar Joönnu Lumley. Þá er Frederik Schram fyndnasta nafnið því hann er sá eini sem endar ekki á son. Þegar kemur að íslenska þjóðsöngnum er hann kallaður Lofsungur en ekki Lofsöngur en hann er sagður sá erfiðasti á HM. The Sun mælir með því að enginn reyni að læra kvæðið.Alla umfjöllunina má lesa hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Kynningin á íslenska landsliðinu á vef breska götublaðsins The Sun er nokkuð skemmtileg en þar á bær eru menn hrifnir af flestu sem tengist íslenska liðinu. Ýmislegt hefðbundið má finna í kynningunni eins og fólksfjölda á Íslandi, hver er þjálfari, fyrirliði og helsta stjarna og svo eru Sun-menn ánægðir með viðurnefnið Strákarnir okkar eða Our boys eins og það útleggst á ensku. Íslenska treyjan hefur fengið misjafna dóma en hún fær nánast fullt hús í umfjöllun The Sun. „Treyjan nýtur innblásturs úr ís, vatni, eldi og geysi. Íslenska treyjan er frábær. Alveg blá með smá rauðu og hvítu á öxlunum. Þetta er treyja sem Frakkar óska þess að þeir væru í,“ segir í kynningunni. Birkir Bjarnason er sagður með svakalegustu hárgreiðsluna en hann er einhvers staðar á milli norsks Guðs og leikkonunnar Joönnu Lumley. Þá er Frederik Schram fyndnasta nafnið því hann er sá eini sem endar ekki á son. Þegar kemur að íslenska þjóðsöngnum er hann kallaður Lofsungur en ekki Lofsöngur en hann er sagður sá erfiðasti á HM. The Sun mælir með því að enginn reyni að læra kvæðið.Alla umfjöllunina má lesa hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira