Ferðaþjónusta á tímamótum Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm og Jakob S. Jónsson skrifar 22. maí 2018 12:00 Reykjavík – ferðaþjónusta í sátt við íbúa og umhverfi Ferðaþjónustan stendur á tímamótum og það skiptir máli hvaða stefna verður tekin af borgaryfirvöldum og borgarbúum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. Ferðaþjónustan bjargaði okkur algerlega eftir hrun, og við verðum að tryggja að þessi mikilvæga atvinnugrein geti blómstrað áfram. Mikilvægt er að borgaryfirvöld eigi frumkvæði að því að móta stefnuna í raunverulegri samvinnu við borgarbúa.Reykvíkingar njóti vafans Reykjavík er segull í ferðaþjónustu, enda koma þar við til lengri eða skemmri tíma nær allir ferðamenn sem á annað borð koma til landsins. Reykjavík er því ekki aðeins áfangastaður heldur einnig viðkomustaður; hvort tveggja verður að hafa í huga þegar mótuð er stefna í ferðaþjónustu fyrir borgina. En Reykjavík er líka heimabyggð og menning borgarinnar, þ.e. mannlíf hennar, íbúarnir eru „auðlind“ í ferðaþjónustu. Íbúarnir eru hin iðandi kös fjölbreytileikans, sögunnar og menningarinnar sem fanga auga og aðdáun hinna erlendu gesta. Ferðaþjónustan getur aldrei þrifist í ósætti við íbúa. Skynsamleg stefna í málefnum ferðaþjónustunnar tekur mið af þessu. Aðgerða er þörf víða, til dæmis verður að herða eftirlit með heimagistingu á vegum Airbnb.Það skiptir höfuðmáli að öll uppbygging innviða fyrir ferðaþjónustu gerist í sátt og samlyndi við íbúa borgarinnar og umhverfi hennar. Flestir ferðamenn koma til Íslands til að njóta náttúrunnar. Hér hefur Reykjavík upp á gríðarmikið að bjóða. Það verður að gæta þess að borgin í heild og einstök svæði innan hennar hljóti ekki þau örlög að spillast af ofnýtingu eða aðgæsluleysi. Við eigum t.d. tafarlaust að friðlýsa lundabyggðina í Akurey, og borgin á að stofna borgarfriðland sem teygir sig sig frá heiðum út á sundin, fjölga upplýsingaskiltum og vinna með leiðsögumönnum að því að fræða ferðamenn um umgengni við íslenska náttúru. Íbúar borgarinnar og náttúra hennar á að njóta vafans þegar þolmörk eru skilgreind.Samvinna við ferðaþjónustuna Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á að leiðsögumenn auki þekkingu sína á borginni. Borgarsöfnin geta t.d. skipulagt námskeið fyrir leiðsögumenn í samvinnu við ferðaþjónustuna um menningu og sögu borgarinnar, vistkerfi hennar og náttúru. Leiðsögn um borgina á að vera hluti af þeirri starfsemi borgarinnar sem miðlar sögu hennar og túlkar hana útfrá sjónarhóli borgarbúa, náttúru hennar og vistkerfi. Reykjavík á að vera mannvæn borg sem gott er að búa í og heimsækja. Markviss stefna í málefnum ferðaþjónustu auðgar borgina og gerir hana mannvænlegri. Reykjavík á að vera áfangastaður fyrir alla - Ferðaþjónusta í sátt við borgarbúa og náttúru!Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm. Höfundur er flugfreyja og leikkona, og skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.Jakob S. Jónsson. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 29 sæti á framboðslista VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Kosningar 2018 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Reykjavík – ferðaþjónusta í sátt við íbúa og umhverfi Ferðaþjónustan stendur á tímamótum og það skiptir máli hvaða stefna verður tekin af borgaryfirvöldum og borgarbúum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur skýra stefnu í málefnum ferðaþjónustu og er fyrsta stjórnmálaaflið á Íslandi, sem hefur mótað sér slíka stefnu, enda er um að ræða aðal gjaldeyristekjulind okkar Íslendinga. Ferðaþjónustan bjargaði okkur algerlega eftir hrun, og við verðum að tryggja að þessi mikilvæga atvinnugrein geti blómstrað áfram. Mikilvægt er að borgaryfirvöld eigi frumkvæði að því að móta stefnuna í raunverulegri samvinnu við borgarbúa.Reykvíkingar njóti vafans Reykjavík er segull í ferðaþjónustu, enda koma þar við til lengri eða skemmri tíma nær allir ferðamenn sem á annað borð koma til landsins. Reykjavík er því ekki aðeins áfangastaður heldur einnig viðkomustaður; hvort tveggja verður að hafa í huga þegar mótuð er stefna í ferðaþjónustu fyrir borgina. En Reykjavík er líka heimabyggð og menning borgarinnar, þ.e. mannlíf hennar, íbúarnir eru „auðlind“ í ferðaþjónustu. Íbúarnir eru hin iðandi kös fjölbreytileikans, sögunnar og menningarinnar sem fanga auga og aðdáun hinna erlendu gesta. Ferðaþjónustan getur aldrei þrifist í ósætti við íbúa. Skynsamleg stefna í málefnum ferðaþjónustunnar tekur mið af þessu. Aðgerða er þörf víða, til dæmis verður að herða eftirlit með heimagistingu á vegum Airbnb.Það skiptir höfuðmáli að öll uppbygging innviða fyrir ferðaþjónustu gerist í sátt og samlyndi við íbúa borgarinnar og umhverfi hennar. Flestir ferðamenn koma til Íslands til að njóta náttúrunnar. Hér hefur Reykjavík upp á gríðarmikið að bjóða. Það verður að gæta þess að borgin í heild og einstök svæði innan hennar hljóti ekki þau örlög að spillast af ofnýtingu eða aðgæsluleysi. Við eigum t.d. tafarlaust að friðlýsa lundabyggðina í Akurey, og borgin á að stofna borgarfriðland sem teygir sig sig frá heiðum út á sundin, fjölga upplýsingaskiltum og vinna með leiðsögumönnum að því að fræða ferðamenn um umgengni við íslenska náttúru. Íbúar borgarinnar og náttúra hennar á að njóta vafans þegar þolmörk eru skilgreind.Samvinna við ferðaþjónustuna Reykjavíkurborg á að leggja áherslu á að leiðsögumenn auki þekkingu sína á borginni. Borgarsöfnin geta t.d. skipulagt námskeið fyrir leiðsögumenn í samvinnu við ferðaþjónustuna um menningu og sögu borgarinnar, vistkerfi hennar og náttúru. Leiðsögn um borgina á að vera hluti af þeirri starfsemi borgarinnar sem miðlar sögu hennar og túlkar hana útfrá sjónarhóli borgarbúa, náttúru hennar og vistkerfi. Reykjavík á að vera mannvæn borg sem gott er að búa í og heimsækja. Markviss stefna í málefnum ferðaþjónustu auðgar borgina og gerir hana mannvænlegri. Reykjavík á að vera áfangastaður fyrir alla - Ferðaþjónusta í sátt við borgarbúa og náttúru!Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm. Höfundur er flugfreyja og leikkona, og skipar 4 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.Jakob S. Jónsson. Höfundur er leiðsögumaður og skipar 29 sæti á framboðslista VG.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun