Réttur til að lifa með reisn Karl Berndsen skrifar 22. maí 2018 09:15 Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun