Aganefndin klofnaði í ákvörðun refsingar Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 10:30 Gísli Þorgeir gengur hér vankaður af velli og Andri Heimir nýbúinn að tala við hann. Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Andri Heimir Friðriksson, leikmaður nýkrýndra Íslandsmeistara í handbolta karla, ÍBV, mun hefja næsta keppnistímabil í leikbanni. Aganefnd HSÍ hafði áður úrskurðað Andra Heimi í eins leiks bann fyrir brot hans á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni, leikmanni FH, og tók Andri Heimir það leikbann út í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildarinnar á laugardaginn. Í úrskurði aganefndar frá því um helgina um eins leiks bannið kom fram að aganefndin ætlaði að úrskurða að nýju um brot Andra Heimis eftir að liðin hefðu skilað greinargerð um málið. Seinni úrskurðurinn skæri úr um hvort Andra Heimi bæri að refsa frekar en gert hafði verið. Mismunandi túlkun á reglugerð Nefndarmenn í aganefnd HSÍ urðu ósammála um það hvort refsa bæri Andra Heimi frekar og kristallast í úrskurði meirihluta og sératkvæði minnihluta munur á afstöðu nefndarmanna til þess annars vegar hvort brot Andra Heimis sé svo gróft að það skaði íslenskan handbolta og hins vegar hversu víðtæka heimild stjórn HSÍ hefur til þess að skjóta málum til aganefndar. Meirihluti aganefndarinnar tekur í fyrsta lagi fram að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og hún lúti ekki boðvaldi stjórnar HSÍ. Þá telur meirihlutinn að stjórn HSÍ sé heimilt að vísa til aganefndarinnar atvikum sem ekki koma fram í atvikaskýrslu dómara og eru þess eðlis að skaðað geti ímynd handboltaíþróttarinnar. Það er, að fari grófleiki brots framhjá dómara leikja og ekki komi fram í atvikaskýrslu dómara skýrsla um brotið geti stjórn HSÍ skotið atvikinu til aganefndar til úrskurðar telji hún brotið svo alvarlegt að það geti skaðað ímynd handboltans á Íslandi. Þessu er minnihlutinn hins vegar ósammála og telur að vísa hefði átt málinu frá þar sem brotið hefði ekki áhrif á úrslit leiksins. Stjórn HSÍ eigi eingöngu að geta vísað máli til aganefndarinnar sé um rangan dóm að ræða. Minnihlutinn telur enn fremur að ákvörðun stjórnar HSÍ hafi verið tekin undir þrýstingi fjöl- og samskiptamiðla og þessi úrskurður gæti leitt af sér ormagryfju sem muni lýsa sér í því að kærum vegna starfa dómara muni fjölga umtalsvert í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03 Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32 HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33 Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 18. maí 2018 16:03
Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær. 18. maí 2018 07:32
HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann. 18. maí 2018 15:33
Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði. 19. maí 2018 18:30