Mikill samdráttur í ferðaþjónustu og fyrirtæki leggja upp laupana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2018 19:15 Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir. Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Mikill samdráttur hefur orðið í ferðaþjónustu hér á landi milli ára og hefur sala á sérferðum jafnvel hrunið um tugi prósenta að sögn forsvarsmanna. Samtals hafa yfir tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu hætt starfsemi á Laugavegi og við gömlu Höfnina síðustu mánuði.Alls staðar samdráttur Rannveig Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Eldingar segir að það skipti ekki máli hvort um sé að ræða jeppa- eða rútuferðir, hvalaskoðun eða sleðaferðir alls staðar hafi orðið samdráttur í ferðaþjónustu síðustu mánuði. „Við heyrum að gestirnir okkar gisti styttra, eyði minna og til dæmis veit ég að það er um 20% samdráttur hjá bílaleigunum í sumar,“ segir Rannveig. Rannveig segir ennfremur að færri komi beint af götunni og kaupi ferðir. „Við finnum að það er færra fólk að koma beint til okkar. Við erum að fá bókanir frá ferðaskrifstofunum og þá sem bóka fyrirfram á netinu en mun færri koma beint til okkar, þetta á líka við um veitingastaðinn sem við rekum og ég heyri það frá öðrum, “ segir Rannveig. Hún bætir við að fimm til sex afþreyingarfyrirtæki hafi hætt starfsemi frá því í fyrra við Gömlu höfnina. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki hætt á Laugavegi Hjörtur Atli Guðmundsson framkvæmdastjóri Whatson sem rekur meðal annars sölu- og bókunarskrifstofu finnur fyrir miklum samdrætti milli ára einkum á sölu á dýrari sérferðum. Þetta hafi haft þau áhrif að margir hafi þurft að loka á Laugaveginum þar sem fyrirtækið er staðsett. „Það hefur orðið um tuttugu til þrjátíu prósenta samdráttur á sölu á sérferðum milli ára hjá okkur. En það eru margir sem hafa það miklu verra en við til að mynda hafa fimm til sex fyrirtæki á þessum markaði lokað, “ segir Hjörtur. Hjörtur skýrir samdráttinn meðal annars með því að erlend stórfyrirtæki eins og Tripadvisor, Get Your Guide og Booking.com hafi síðustu tvö ár komið inn á innlendan markað en erfitt sé að keppa við slíka risa. Rannveig Grétarsdóttir segir að þó að samdrátturinn hafi víðtæk áhrif nú sé þetta ástand sem muni ganga yfir.
Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira