Dýrari leikskólar eru engin lausn Líf Magneudóttir skrifar 21. maí 2018 07:00 Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Foreldrar í Reykjavík þurfa að bíða í að minnsta kosti ár frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til börn fá boð um að byrja í leikskóla. Á sama tíma sjást merki um aukna streitu meðal ungra barna og ungmenna. Það á ekki að vera streituvaldandi að vera barn. Við getum ekki látið það viðgagnast. Við viljum að foreldrar fái lengra fæðingarorlof og hafi ekki áhyggjur af því hvað taki við að því loknu. Næg eru viðfangsefnin þegar fjölskyldur verða til og þær stækka og þá á flókið kerfi ekki að vera eitt af áhyggjuefnum þeirra. Því þurfum við að stórefla leikskólana til að geta opnað ungbarnadeildir í öllum hverfum borgarinnar og þar sem leikskólinn er fyrsta menntastigið viljum við líka að hann verði endurgjaldslaus. Leikskólagjöld eru fjárhagslegur baggi á barnafjölskyldur. Á yfirstandandi kjörtímabili tókum við mikilvægt skref í að létta undir með foreldrum ungra barna og við þurfum að halda því áfram.Hvernig brúum við bilið? Við viljum stofna ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum og með því að styðja við fagaðila á þessum sviðum getum við mótað skýra stefnu og brúað umönnunarbilið. Við viljum sterkari leikskóla. Einungis þriðjungur starfsfólks er fagmenntaður. Ég hef lagt ríka áherslu á það að kjör fjölmennra kvennastétta sem annast börnin okkar, fagmenntaðs og ófagmenntaðs starfsfólks leikskólanna, verði að bæta. Starfsfólk hefur mikinn metnað fyrir að halda uppi faglegu starfi en til að það sé mögulegt þarf að styrkja leikskólana, minnka álag og styrkja ófagmenntað fólk til að mennta sig sem leikskólakennarar. Sumir flokkar hafa lagt það til að lausnin sé að hækka leikskólagjöldin. Því er ég algerlega ósammála. Öll börn eiga að komast að á fyrsta flokks borgarrekinn leikskóla óháð efnahag foreldra þeirra.Við verðum að gera betur! Við Vinstri græn höfum sett leikskólamálin á oddinn í öllum kosningum. Þessar kosningar eru engin undantekning. Forgangsröðun okkar er skýr. Börn og menntun barna er ávallt í forgangi. Við ætlum að halda áfram að bæta þjónustu fjölskyldur barna og bæta kjör starfsfólks á leikskólum. Berum virðingu fyrir þeirri góðu vinnu sem starfsfólk leikskóla innir af hendi og sýnum að við kunnum að meta hana. Því þegar öllu er á botninn hvolft er ekkert mikilvægara en að búa börnum öruggt og gott umhverfi í Reykjavík. Með ykkar stuðningi við Vinstri græn 26. maí verður málefnum leikskólanna gert hærra undir höfði. Við ætlum að styrkja og bæta þjónustuna og kjör starfsfólks og við ætlum að tryggja að börn og fjölskyldur þeirra eigi sterkan málsvara í borgarstjórn á næsta kjörtímabili.Líf Magnuedóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórrnarkosningunum
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun