Átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2018 07:00 Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými 106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu. Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbyggingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjónustu í meira mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri. Heildarfjölda hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmdaáætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 ný rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir. Vinnan sem framundan er við staðarval, byggingu og rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið allt.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skortur á hjúkrunarrýmum hefur leitt til þess að biðtími eftir þeim hefur lengst. Árið 2017 var meðalbiðtími þeirra sem fara í hjúkrunarrými 106 dagar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 er það markmið kynnt að biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum á tímabilinu. Árið 2017 var hlutfall íbúa sem fá dvöl í hjúkrunarrými og hafa beðið skemur en 90 daga 59% en markmið nú er að þetta hlutfall hækki og verði 80% í lok tímabils fjármálaáætlunar. Það er óþarfi að fjölyrða um mikilvægi uppbyggingar hjúkrunarrýma. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auðvitað fyrst og fremst jákvæð áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum. Uppbyggingin hefur einnig áhrif á heilbrigðiskerfið allt; fleiri hjúkrunarrými létta á deildum Landspítalans, heilbrigðisstofnunum um allt land og heilsugæslunni. Þannig leiðir uppbyggingin til þess að mögulegt er að veita heilbrigðisþjónustu í meira mæli á réttu þjónustustigi. Þannig aukast gæði þjónustunnar fyrir alla landsmenn, óháð aldri. Heildarfjölda hjúkrunarrýma sem eru á framkvæmdaáætlun núna eru 790. Ný viðbótarrými eru 550 og rými sem þegar eru fyrir hendi en þar sem aðbúnaður verður bættur eru 240. Fjöldi rýma sem bætt var við frá fyrri fjármálaáætlun er rúmlega 300, þar af 241 ný rými og 63 rými þar sem bæta á aðbúnað. Staðsetning fyrrgreindra rýma liggur ekki fyrir með óyggjandi hætti en samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er fremur horft til heilbrigðisumdæma en nákvæmrar staðsetningar. Það skýrist af því að möguleikar sveitarfélaga til að koma að verkefninu með ríkinu geta haft áhrif á áætlaðar framkvæmdir. Vinnan sem framundan er við staðarval, byggingu og rekstur umræddra hjúkrunarrýma er bæði viðamikið og spennandi verkefni. Það er ánægjulegt að geta sagt frá þessari áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma og ég er viss um að uppbyggingin mun hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið allt.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun