Hræsnin Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að borgarlínunni, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að byggja upp, er sú að hún muni koma til með að kosta allt of mikið. Þannig hafa andstæðingar línunnar þrástagast á því hvað hún feli í sér stórfellt bruðl á almannafé sem muni aðeins nýtast örfáum og reynast mörgum þungur baggi. Gagnrýni á opinber gjöld er góðra gjalda verð. Raunar mættu fleira temja sér gagnrýna hugsun og auka aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna. Það merkilega er hins vegar að það eru gjarnan þeir sömu og sjá eftir hverri krónu sem varið er til þess að efla almenningssamgöngur sem sjá ekkert athugavert við að hið opinbera byggi mislæg gatnamót eða önnur ferlíki fyrir tugi milljarða króna. Miðað við óbreytt ástand og enga borgarlínu þarf að verja allt að 350 milljörðum í stofnvegakerfi, götur, ræsi og ný bílastæði á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður borgarlínu verði í mesta lagi 70 milljarðar. Borgarlínan mun því ekki aðeins draga úr umferðarteppum og stytta þannig ferðatíma fólks heldur jafnframt minnka stórlega fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Það er ekkert að því að vilja spara í opinberum rekstri. Í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum mætti vissulega lækka skatta eða greiða niður skuldir. Það er afstaða sem hægt er að skilja, enda er brýn þörf á hvoru tveggja. Hræsnin felst hins vegar í því að sjá ofsjónum yfir peningum sem fara í almenningssamgöngur en heimta á sama tíma að margfalt hærri fjárhæðum verði eytt í að byggja risastór umferðarmannvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að borgarlínunni, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að byggja upp, er sú að hún muni koma til með að kosta allt of mikið. Þannig hafa andstæðingar línunnar þrástagast á því hvað hún feli í sér stórfellt bruðl á almannafé sem muni aðeins nýtast örfáum og reynast mörgum þungur baggi. Gagnrýni á opinber gjöld er góðra gjalda verð. Raunar mættu fleira temja sér gagnrýna hugsun og auka aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna. Það merkilega er hins vegar að það eru gjarnan þeir sömu og sjá eftir hverri krónu sem varið er til þess að efla almenningssamgöngur sem sjá ekkert athugavert við að hið opinbera byggi mislæg gatnamót eða önnur ferlíki fyrir tugi milljarða króna. Miðað við óbreytt ástand og enga borgarlínu þarf að verja allt að 350 milljörðum í stofnvegakerfi, götur, ræsi og ný bílastæði á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður borgarlínu verði í mesta lagi 70 milljarðar. Borgarlínan mun því ekki aðeins draga úr umferðarteppum og stytta þannig ferðatíma fólks heldur jafnframt minnka stórlega fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Það er ekkert að því að vilja spara í opinberum rekstri. Í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum mætti vissulega lækka skatta eða greiða niður skuldir. Það er afstaða sem hægt er að skilja, enda er brýn þörf á hvoru tveggja. Hræsnin felst hins vegar í því að sjá ofsjónum yfir peningum sem fara í almenningssamgöngur en heimta á sama tíma að margfalt hærri fjárhæðum verði eytt í að byggja risastór umferðarmannvirki.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar