Hræsnin Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að borgarlínunni, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að byggja upp, er sú að hún muni koma til með að kosta allt of mikið. Þannig hafa andstæðingar línunnar þrástagast á því hvað hún feli í sér stórfellt bruðl á almannafé sem muni aðeins nýtast örfáum og reynast mörgum þungur baggi. Gagnrýni á opinber gjöld er góðra gjalda verð. Raunar mættu fleira temja sér gagnrýna hugsun og auka aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna. Það merkilega er hins vegar að það eru gjarnan þeir sömu og sjá eftir hverri krónu sem varið er til þess að efla almenningssamgöngur sem sjá ekkert athugavert við að hið opinbera byggi mislæg gatnamót eða önnur ferlíki fyrir tugi milljarða króna. Miðað við óbreytt ástand og enga borgarlínu þarf að verja allt að 350 milljörðum í stofnvegakerfi, götur, ræsi og ný bílastæði á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður borgarlínu verði í mesta lagi 70 milljarðar. Borgarlínan mun því ekki aðeins draga úr umferðarteppum og stytta þannig ferðatíma fólks heldur jafnframt minnka stórlega fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Það er ekkert að því að vilja spara í opinberum rekstri. Í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum mætti vissulega lækka skatta eða greiða niður skuldir. Það er afstaða sem hægt er að skilja, enda er brýn þörf á hvoru tveggja. Hræsnin felst hins vegar í því að sjá ofsjónum yfir peningum sem fara í almenningssamgöngur en heimta á sama tíma að margfalt hærri fjárhæðum verði eytt í að byggja risastór umferðarmannvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ein helsta gagnrýnin sem beinst hefur að borgarlínunni, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um að byggja upp, er sú að hún muni koma til með að kosta allt of mikið. Þannig hafa andstæðingar línunnar þrástagast á því hvað hún feli í sér stórfellt bruðl á almannafé sem muni aðeins nýtast örfáum og reynast mörgum þungur baggi. Gagnrýni á opinber gjöld er góðra gjalda verð. Raunar mættu fleira temja sér gagnrýna hugsun og auka aðhaldið með eyðslu stjórnmálamanna. Það merkilega er hins vegar að það eru gjarnan þeir sömu og sjá eftir hverri krónu sem varið er til þess að efla almenningssamgöngur sem sjá ekkert athugavert við að hið opinbera byggi mislæg gatnamót eða önnur ferlíki fyrir tugi milljarða króna. Miðað við óbreytt ástand og enga borgarlínu þarf að verja allt að 350 milljörðum í stofnvegakerfi, götur, ræsi og ný bílastæði á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Til samanburðar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður borgarlínu verði í mesta lagi 70 milljarðar. Borgarlínan mun því ekki aðeins draga úr umferðarteppum og stytta þannig ferðatíma fólks heldur jafnframt minnka stórlega fjárfestingaþörf í vegakerfinu. Það er ekkert að því að vilja spara í opinberum rekstri. Í stað þess að fjárfesta í almenningssamgöngum mætti vissulega lækka skatta eða greiða niður skuldir. Það er afstaða sem hægt er að skilja, enda er brýn þörf á hvoru tveggja. Hræsnin felst hins vegar í því að sjá ofsjónum yfir peningum sem fara í almenningssamgöngur en heimta á sama tíma að margfalt hærri fjárhæðum verði eytt í að byggja risastór umferðarmannvirki.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun