Þingmaður Evrópusambandsins segir dísilvélina dauðadæmda Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2018 08:00 Vonast er til að bílaframleiðendur leggi meiri áherslu á rafmagns- og tengiltvinnbíla í framtíðinni. Elzbieta Bienkowska, þingmaður Evrópusambandsins, segir daga dísilvélarinnar brátt liðna og að tilvist hennar muni algjörlega heyra sögunni til. Hún segir að dísilvélasvindl Volkswagen hafi opnað augu fólks fyrir þeirri hættulegu NOx mengun dísilvélarinnar og að þrýstingur frá ráðandi opinberum öflum muni valda því að allir bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum með dísilvélar. Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.Ýtir dísilvélinni út í kuldann Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari. Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Elzbieta Bienkowska, þingmaður Evrópusambandsins, segir daga dísilvélarinnar brátt liðna og að tilvist hennar muni algjörlega heyra sögunni til. Hún segir að dísilvélasvindl Volkswagen hafi opnað augu fólks fyrir þeirri hættulegu NOx mengun dísilvélarinnar og að þrýstingur frá ráðandi opinberum öflum muni valda því að allir bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum með dísilvélar. Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.Ýtir dísilvélinni út í kuldann Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari. Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00