Sósíalistar ala á sundrungu Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 30. maí 2018 14:07 Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á bak við ómþýða útvarpsrödd vel gefinnar konu liggja skilaboðin skýr fyrir: Það verður að „tortíma kapítalismanum“ með því að „ráðast að auðvaldinu.“ „Aldrei verða eins og þau“ segir röddin. Þau og við, við og hinir. Millistéttin eru líka hinir. Skilaboðin eru að þeir sem trúa því sem „hinir“ trúa taki, beint eða óbeint, þátt í að nýðast á öreigum. „Arðrán.“ Þeir sem trúa ekki því sem „við“ trúum hljóta því annað hvort að vera meðvirkir eða vondir. Röddin ætlar ekki að vera meðvirk. Hún ætlar ekki að vinna með fólkinu með röngu skoðanirnar. Málamiðlanir eru af hinu vonda, þær þjóna ekki markmiðinu. Markmiðið er ekki að hafa áhrif með því að miðla málum. Vill einhver segja það? Heimsyfirráð eða dauði. Það má „aldrei gleyma markmiðinu“ segir röddin og því verður aðeins náð með því að „endurheimta baráttutækið“ þ.e.a.s. orðræðuna. Og röddin segir okkur að hún hafi komist í þá stöðu sem hún er í vegna þess að hún er í nánu sambandi við „fólkið“ og talar „á mannamáli.“Segjum sögur Og röddin kann að segja sögur. Hún segir sögur af sjálfri sér. Hún tengist hlustendum persónulegum böndum. Hún þekkir erfiðleika. Kvíðaköst. Sjúkrabíla. Óréttlæti. „Ég skulda fullt af pening,“ en röddin hundsar það og á reyndar „alltaf fullan ísskáp af mat“… Hún ætlar ekki að „millistéttarvæðast“ heldur berjast við kerfið sem rekur m.a. borgina “á bakinu á láglaunafólki.” Reyndar er það mat hennar að „rödd fólksins“ heyrist best í gegnum hagsmunasamtök sem að hún þekkir til og innan úr flokknum hennar. En svo er líka önnur saga. Saga sem hefur síendurtekið sig. Hún er sú að um leið og sósíalistar útrýma „millistéttinni“ að þá hætta samfélög að endurspegla þjóðfélagið eins og það er í raun: Lagskipt og flókið, eins og lífið sjálft. Það hættir að endurspegla fjölbreytileikann og skiptir þjóðum í staðinn upp í hóp þeirra sem eiga og ráða annars vegar og þeirra sem eiga ekkert og mega ekkert hins vegar. Einræðisherrar komast til valda. Í stað þess að útrýma fátækt, þá er lýðræðinu útrýmt. Mannréttindi verða afstæð. Eymd eykst, almenn fátækt eykst og kerfið hrynur að lokum. Venesúela er síðasta dæmið um þetta en þau eru mýmörg. Raunar hafa öll þau ríki sem hafa reynt þetta fallið á prófinu.Orðræðan Já, fyrir áhugafólk um pólitíska orðræðugreiningu hljóta mörg viðvörunarljós að fara í gang. Þessi „við og hinir“ baráttuaðferð er alls ekki ný af nálinni. Það er ekkert nýstárlegt, frumlegt eða óhefðbundið við svona málflutning. Þetta er raunar elsta brellan í bókinni eins og Kaninn myndi orða það. Og talandi um Kanann að þá nýtti valdamesti maður heims – holdgrevingur kapítalismans – nákvæmlega þessa tegund af orðræðu til að komast til valda. Hann talaði „á mannamáli“ og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð. Reyndar ekki úr ánauð auðvaldsins heldur ríkisvaldsins. Hann ætlaði að berjast gegn kerfinu og kerfislæga misréttinu. Hann vissi líka – líkt og ómþýða röddin - að samfélag hans er stéttskipt. Hans markhópur var bara úr annarri stétt. Millistéttinni. Og hann neitar líka að eigin sögn að vera meðvirkur. Hann er í raun hin hliðin á sama peningnum, bara ekki eins sjarmerandi. Hann er þorskurinn, ekki bergrisinn. Eða er það öfugt? Í raun skiptir það ekki máli.Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi þingmaður.Greinin er skrifuð í tilefni af útvarpsviðtali við oddvita Sósíalista á Morgunvakt Rásar 1 fyrr í dag.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun