Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2018 07:00 Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal nýkjörin sveitarstjórn taka við störfum 15 dögum eftir kjördag. Þá skal starfsaldursforsetinn boða til fyrsta fundar ekki síðar en 15 dögum eftir að sveitarstjórn tekur við störfum. Vísir/GVA „Úrslitin eru krafa um breytingar og það fer auðvitað svolítið eftir því hversu opnir þeir eru fyrir breytingum. Menn verða að lesa rétt úr niðurstöðum kosninga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmaður í Viðreisn, spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að Viðreisn semji um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Pírata og VG. Þrír síðastnefndu flokkarnir mynduðu meirihluta með Bjartri framtíð á síðasta kjörtímabili. Viðreisn fékk 8,16 prósent atkvæða í kosningunum. Þorsteinn segir að með því að ná kjöri sem þriðji stærsti flokkurinn í borgarstjórn sé flokkurinn að styrkja stöðu sína verulega. Samfylkingin tapaði hins vegar um sex prósentustigum, hlaut um 26 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn. VG tapaði 3,75 prósentum, fékk rétt tæp 4,6 prósenta fylgi. Píratar bættu hins vegar við sig einu prósenti og eru með 7,73 prósent.Sjá einnig: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Það er álit Þorsteins að í ljósi þessara úrslita eigi Viðreisn fullt erindi í meirihlutasamstarf. „Já, til þess bjóða menn sig fram og þegar menn fá svona góða kosningu þá eiga þeir fullt erindi í það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson„Svo verður það bara að koma í ljós hvernig samningar milli flokka verða.“ Nýkjörnir borgarfulltrúar halda flestir spilunum mjög þétt að sér þessa dagana og láta fátt uppi um áform sín í meirihlutaviðræðum. Vitað er að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur bæði átt samtöl við oddvita flokkanna sem voru í meirihluta og við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna. Þá liggur jafnframt fyrir að í gær vörðu frambjóðendur drjúgum tíma í að ræða við bakland sitt í flokkunum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að nærtækast væri að Viðreisn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og VG. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttavefinn Vísi í gær. Viðreisn er í ákveðinni oddastöðu. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þá stöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. „Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri.“ Búast má við því að fyrir helgi verði komin mynd á það hvaða flokkar hefja meirihlutaviðræður. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Úrslitin eru krafa um breytingar og það fer auðvitað svolítið eftir því hversu opnir þeir eru fyrir breytingum. Menn verða að lesa rétt úr niðurstöðum kosninga,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmaður í Viðreisn, spurður að því hvort hann sjái fyrir sér að Viðreisn semji um meirihlutasamstarf við Samfylkinguna, Pírata og VG. Þrír síðastnefndu flokkarnir mynduðu meirihluta með Bjartri framtíð á síðasta kjörtímabili. Viðreisn fékk 8,16 prósent atkvæða í kosningunum. Þorsteinn segir að með því að ná kjöri sem þriðji stærsti flokkurinn í borgarstjórn sé flokkurinn að styrkja stöðu sína verulega. Samfylkingin tapaði hins vegar um sex prósentustigum, hlaut um 26 prósent atkvæða og er næststærsti flokkurinn í borgarstjórn. VG tapaði 3,75 prósentum, fékk rétt tæp 4,6 prósenta fylgi. Píratar bættu hins vegar við sig einu prósenti og eru með 7,73 prósent.Sjá einnig: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Það er álit Þorsteins að í ljósi þessara úrslita eigi Viðreisn fullt erindi í meirihlutasamstarf. „Já, til þess bjóða menn sig fram og þegar menn fá svona góða kosningu þá eiga þeir fullt erindi í það,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Pálsson„Svo verður það bara að koma í ljós hvernig samningar milli flokka verða.“ Nýkjörnir borgarfulltrúar halda flestir spilunum mjög þétt að sér þessa dagana og láta fátt uppi um áform sín í meirihlutaviðræðum. Vitað er að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hefur bæði átt samtöl við oddvita flokkanna sem voru í meirihluta og við Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna. Þá liggur jafnframt fyrir að í gær vörðu frambjóðendur drjúgum tíma í að ræða við bakland sitt í flokkunum. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að nærtækast væri að Viðreisn myndaði meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og VG. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttavefinn Vísi í gær. Viðreisn er í ákveðinni oddastöðu. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þá stöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. „Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri.“ Búast má við því að fyrir helgi verði komin mynd á það hvaða flokkar hefja meirihlutaviðræður.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00