Argentínskum blaðamanni vísað af hóteli íslenska landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:54 Ljósmyndari La Nacion myndaði rútu íslenska landsliðsins í gegnum girðingu á flugvellinum í Gelendzhik. LaNacion.ar Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56