Argentínskum blaðamanni vísað af hóteli íslenska landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:54 Ljósmyndari La Nacion myndaði rútu íslenska landsliðsins í gegnum girðingu á flugvellinum í Gelendzhik. LaNacion.ar Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56