Stytta af Gústa guðsmanni steypt í brons Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2018 17:20 Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa. Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa.
Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira