Stytta af Gústa guðsmanni steypt í brons Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2018 17:20 Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa. Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa.
Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira