6 dagar í HM: Skoraði sjálfsmark og var myrtur er hann snéri heim Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2018 12:00 Escobar í leiknum örlagaríka. vísir/getty Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. Escobar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik gegn Bandaríkjunum á HM 1994. Kólumbía tapaði leiknum, 2-1, og komst ekki upp úr riðlinum. Upphaflega stóð til að Escobar myndi heimsækja ættingja í Las Vegas eftir mótið en hann hætti við þá áætlun. Þess í stað snéri hann aftur heim til Kólumbíu. Það reyndist ekki vera góð ákvörðun. Aðeins fimm dögum eftir að Kólumbía féll úr leik á HM var búið að myrða Escobar í Medellin. Sömu borg og Pablo Escobar réði ríkjum í. Andres hringdi í nokkra vini sína til þess að fara út á lífið. Klukkan þrjú um nóttina var hann síðan einn á bílastæði fyrir utan næturklúbb. Þá komu að honum þrír menn og byrjuðu að rífast við hann. Tveir þeirra tóku upp skammbyssur.Escobar er hér niðurbrotinn eftir sjálfsmarkið.vísir/gettyÞetta rifrildi endaði með því að þeir skutu Escobar sex sinnum. Það var sagt í fréttum að þeir hefðu öskrað „mark“ í hvert skipti sem þeir skutu hann. Sjúkrabíll kom skömmu síðar á svæðið en Escobar lést 45 mínútum eftir að hann var kominn upp á sjúkrahús. Morðið var sagt tengjast sjálfsmarkinu beint en landsliðsþjálfari Kólumbíu á þessum tíma vildi kenna ástandinu í landinu almennt um morðið. Það var þjóðarsorg í Kólumbíu eftir þennan hörmulega atburð. 120 þúsund manns sóttu útför Escobar og mikið er lagt upp úr því að halda minningu hans á lofti. Árið 2002 var reist stytta af honum í Medellin. Humberto Castro Munoz var lífvörður hjá fíkniefnabarónum borgarinnar og hann viðurkenndi að hafa myrt Escobar. Hann vann hjá kókaínbarón sem tapaði miklum peningum í veðmáli þar sem Kólumbía tapaði gegn Bandaríkjunum. Hann var dæmdur í 43 ára fangelsi sem síðar var stytt niður í 26 ár. Honum var sleppt árið 2005 eftir að hafa setið í steininum í tæp ellefu ár. Hann gaf aldrei upp hverjir vitorðsmenn hans voru og tók einn á sig skellinn fyrir morðið. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Saga Kólumbíumannsins Andres Escobar er ein sú sorglegasta sem tengist HM. Escobar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leik gegn Bandaríkjunum á HM 1994. Kólumbía tapaði leiknum, 2-1, og komst ekki upp úr riðlinum. Upphaflega stóð til að Escobar myndi heimsækja ættingja í Las Vegas eftir mótið en hann hætti við þá áætlun. Þess í stað snéri hann aftur heim til Kólumbíu. Það reyndist ekki vera góð ákvörðun. Aðeins fimm dögum eftir að Kólumbía féll úr leik á HM var búið að myrða Escobar í Medellin. Sömu borg og Pablo Escobar réði ríkjum í. Andres hringdi í nokkra vini sína til þess að fara út á lífið. Klukkan þrjú um nóttina var hann síðan einn á bílastæði fyrir utan næturklúbb. Þá komu að honum þrír menn og byrjuðu að rífast við hann. Tveir þeirra tóku upp skammbyssur.Escobar er hér niðurbrotinn eftir sjálfsmarkið.vísir/gettyÞetta rifrildi endaði með því að þeir skutu Escobar sex sinnum. Það var sagt í fréttum að þeir hefðu öskrað „mark“ í hvert skipti sem þeir skutu hann. Sjúkrabíll kom skömmu síðar á svæðið en Escobar lést 45 mínútum eftir að hann var kominn upp á sjúkrahús. Morðið var sagt tengjast sjálfsmarkinu beint en landsliðsþjálfari Kólumbíu á þessum tíma vildi kenna ástandinu í landinu almennt um morðið. Það var þjóðarsorg í Kólumbíu eftir þennan hörmulega atburð. 120 þúsund manns sóttu útför Escobar og mikið er lagt upp úr því að halda minningu hans á lofti. Árið 2002 var reist stytta af honum í Medellin. Humberto Castro Munoz var lífvörður hjá fíkniefnabarónum borgarinnar og hann viðurkenndi að hafa myrt Escobar. Hann vann hjá kókaínbarón sem tapaði miklum peningum í veðmáli þar sem Kólumbía tapaði gegn Bandaríkjunum. Hann var dæmdur í 43 ára fangelsi sem síðar var stytt niður í 26 ár. Honum var sleppt árið 2005 eftir að hafa setið í steininum í tæp ellefu ár. Hann gaf aldrei upp hverjir vitorðsmenn hans voru og tók einn á sig skellinn fyrir morðið.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
13 dagar í HM: Þegar Norðmenn unnu Brasilíumenn á HM Ísland mætir Noregi á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska karlalandsliðið er á leið á HM í Rússlandi en norsku landsliðsmennirnir þurfa að sætta sig við það að horfa HM heima í sófanum. 1. júní 2018 11:00
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00
7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. 7. júní 2018 11:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00
8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Dómari leiksins á Spáni fyrir 36 árum síðan flautaði ekki aftur í flautu inn á fótboltavelli. 6. júní 2018 12:00