Hólmar: Þægilegt að spila bakvörð í þessu liði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. júní 2018 23:00 Hólmar Örn í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18