Ísland verður um leið langfámennasta þjóðin sem hefur spilað í 88 ára sögu úrslitakeppni HM og blaðamenn heimsins hafa duglegir að fjalla um íslenska liðið og heimsækja landið á síðustu vikum og mánuðum.
Það hefur verið skrifað um mikla umfjöllun La Gazzetta della Sport á Ítalíu og Sport Illustrated í Bandaríkjunum svo eitthvað af stóru fjölmiðlunum séu nefndir.
Síðasta blaðið til að miða HM-umfjöllun sinni út frá íslenska landsliðinu og gefa þessari 330 þúsund manna þjóð forsíðu sína er hið virta fréttatímarit Time.
Íslenskur stuðningsmaður með víkingahjálm er einn á forsíðu sérstaks HM blaðs Time tímaritsins.
Fyrirsögnin er „The Little Country that could“ eða „Litlu þjóðinni sem tókst það“
Sean Gregory skrifar þar grein um hvernig litla Íslandi tókst að brjóta sér leið í HM-partýið í ár en það má sjá þessa forsíðu hér fyrir neðan.
This week’s @TIME cover in Europe, the Middle East and Africa .. how tiny Iceland, a team with a dentist, film director, and salt delivery dude, crashed the World Cup. https://t.co/lMZAWyUZXCpic.twitter.com/ND1popNXmL
— Sean Gregory (@seanmgregory) June 7, 2018