Vísa burt hælisleitanda því hann var neyddur til að vinna fyrir skæruliða Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 11:05 Innflytjendadómstólar í Bandaríkjunum starfa undir dómsmálaráðuneyti landsins. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll í innflytjendamálum í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kona frá El Salvador verði að yfirgefa landið. Skæruliðar rændu konunni og neyddu hana til að vinna fyrir sig fyrir tæpum þrjátíu árum. Það telur dómstólinn jafngilda því að konan tengist hryðjuverkahópi. Konunni var rænt í heimalandinu árið 1990. Skæruliðarnir hótuðu að drepa hana ef hún eldaði ekki og þrifi fyrir þá. Þeir neyddu hana einnig til að horfa á þegar þeir létu eiginmann hennar, sem var liðþjálfi í stjórnarhernum, grafa sína eigin gröf áður en hann var drepinn, að því er segir í skjölum málsins. Þessi „störf“ konunnar fyrir skæruliðana taldi innflytjendadómstóllinn jafngilda því að hefði veitt samtökum sem bandarísks stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkahóp „efnislega aðstoð“. Þar með ætti hún ekki rétt á hæli í Bandaríkjunum eða að láta stöðva brottvísun sína.Engin undanþága vegna nauðungarvinnu Konan komst ólöglega til Bandaríkjanna árið 1991 en fékk síðar tímabundið landvistarleyfi vegna náttúruhamfara í heimalandinu. Hún yfirgaf Bandaríkin um tíma en kom þangað aftur árið 2004. Yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi og hefur mál hennar þvælst um í dómskerfinu í áraraðir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Dómurinn klofnaði í máli konunnar. Tveir dómendur töldu að senda ætti hana úr landi en einn skilaði séráliti. Annar dómendanna sem mynduðu meirihlutann sagði að engin undanþága væri í lögunum um nauðgunarvinnu fyrir hryðjuverkasamtök. Dómandinn sem skilaði séráliti gagnrýndi félaga sína harðlega og sagði störf konunnar fyrir skæruliðana hafi verið svo smáleg að þau féllu ekki undir skilgreiningu á „efnislegri aðstoð“. Konan getur enn áfrýjað niðurstöðunni til alríkisdómstóls eða reynt að sannfæra Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, um að grípa inn í mál hennar. Blóðugt borgarastríð geisaði í El Salvador frá 1979 til 1992. Þar börðust nokkrar sveitir vinstrisinnaðra skæruliða gegn herforingjastjórn sem naut stuðnings Bandaríkjastjórnar. Bandaríkin El Salvador Flóttamenn Mið-Ameríka Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í innflytjendamálum í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að kona frá El Salvador verði að yfirgefa landið. Skæruliðar rændu konunni og neyddu hana til að vinna fyrir sig fyrir tæpum þrjátíu árum. Það telur dómstólinn jafngilda því að konan tengist hryðjuverkahópi. Konunni var rænt í heimalandinu árið 1990. Skæruliðarnir hótuðu að drepa hana ef hún eldaði ekki og þrifi fyrir þá. Þeir neyddu hana einnig til að horfa á þegar þeir létu eiginmann hennar, sem var liðþjálfi í stjórnarhernum, grafa sína eigin gröf áður en hann var drepinn, að því er segir í skjölum málsins. Þessi „störf“ konunnar fyrir skæruliðana taldi innflytjendadómstóllinn jafngilda því að hefði veitt samtökum sem bandarísks stjórnvöld skilgreina sem hryðjuverkahóp „efnislega aðstoð“. Þar með ætti hún ekki rétt á hæli í Bandaríkjunum eða að láta stöðva brottvísun sína.Engin undanþága vegna nauðungarvinnu Konan komst ólöglega til Bandaríkjanna árið 1991 en fékk síðar tímabundið landvistarleyfi vegna náttúruhamfara í heimalandinu. Hún yfirgaf Bandaríkin um tíma en kom þangað aftur árið 2004. Yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi og hefur mál hennar þvælst um í dómskerfinu í áraraðir, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Dómurinn klofnaði í máli konunnar. Tveir dómendur töldu að senda ætti hana úr landi en einn skilaði séráliti. Annar dómendanna sem mynduðu meirihlutann sagði að engin undanþága væri í lögunum um nauðgunarvinnu fyrir hryðjuverkasamtök. Dómandinn sem skilaði séráliti gagnrýndi félaga sína harðlega og sagði störf konunnar fyrir skæruliðana hafi verið svo smáleg að þau féllu ekki undir skilgreiningu á „efnislegri aðstoð“. Konan getur enn áfrýjað niðurstöðunni til alríkisdómstóls eða reynt að sannfæra Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, um að grípa inn í mál hennar. Blóðugt borgarastríð geisaði í El Salvador frá 1979 til 1992. Þar börðust nokkrar sveitir vinstrisinnaðra skæruliða gegn herforingjastjórn sem naut stuðnings Bandaríkjastjórnar.
Bandaríkin El Salvador Flóttamenn Mið-Ameríka Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira