Örlar á andófi hjá repúblikönum gegn njósnasamsæri Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 07:44 Ryan sækist ekki eftir endurkjöri í haust. Mögulegt er að það sé ástæðan fyrir því að hann treysti sér til að snupra forsetann nú. Vísir/AFP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helstu leiðtoga Repúblikanaflokksins, segist ekkert hafa séð sem bendi til þess að alríkislögreglan FBI hafi komið fyrir njósnara í röðum framboðs Donalds Trump forseta árið 2016, þvert á aðdróttanir forsetans. Ryan varaði Trump jafnframt við að reyna að náða sjálfan sig. Trump hefur nú um nokkra vikna skeið borið út samsæriskenningar um að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem styður þær ásakanir. FBI notaði hins vegar heimildarmann sem ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins til að afla upplýsinga um samskipti þess við Rússa. Leiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að mestu leyti setið á hliðarlínunni á meðan Trump forseti hefur með þessum hætti og öðrum reynt að grafa undan trúverðugleika æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna sem rannsaka hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa árið 2016. Því vekur ofanígjöf Ryan við forsetann nú athygli. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann taka undir með flokksbróður sínum Trey Gowdy sem sagði í síðustu viku að enginn fótur væri fyrir njósnaásökunum Trump. Ryan sagði þó að afla þyrfti frekari upplýsingar eins og sumir flokksbræðra hans hafa krafist af dómsmálaráðuneytinu.Þingmenn á útleið setja ofan í við Trump Ryan og Gowdy voru á meðal þingmanna sem FBI og dómsmálaráðuneytið veittu upplýsingar um heimildarmann FBI í síðasta mánuði eftir nær linnulausan þrýsting þingmanna repúblikana og Trump sjálfs. „Ég held að þegar forsetinn kemst að því hvað gerðist þá verði hann ekki aðeins sáttur heldur verður hann ánægður með að við höfum FBI sem tók alvarlega það sem hún heyrði,“ sagði Gowdy eftir þá fundi. Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar sem rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa, hefur einnig tekið undir mat Gowdy. Þá gagnrýndi Tom Rooney, þingmaður repúblikana sem á sæti í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar, Trump harðlega fyrir að dreifa út samsæriskenningum um njósnir. „Hver er tilgangurinn með því að segja að það hafi verið njósnari í framboðinu þegar það var enginn?“ spurði Rooney sem taldi það ekki hjálpa til að forsetinn ylli ringulreið með þessum hætti. Ryan og Gowdy hafa báðir fengið bágt fyrir frá sumum flokkssystkinum sínum vegna þessa. Þeir og Rooney eiga það sammerkt að enginn þeirra ætlar að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum í nóvember.Trump hefur farið mikinn gegn FBI og dómsmálaráðuneytinu undanfarnar vikur. Hann hefur sakað þessar æðstu löggæslustofnanir landsins um að hafa njósnað um framboð sitt af pólitískum ástæðum.Vísir/AFPÆtti ekki að reyna að náða sjálfan sig Ryan var einnig spurður út í orð Trump um að hann hefði „algert vald“ til þess að náða sjálfan sig. „Ég veit ekki tæknilega svarið við þessari spurningu en ég held augljóslega að svarið sé að hann ætti ekki að gera það og enginn er yfir lögin hafinn,“ svaraði þingforsetinn. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti svipaðri afstöðu á þriðjudag, að sögn New York Times. „Hann veit augljóslega að það er ekki eitthvað sem hann myndi eða ætti að gera,“ sagði McConnell þá. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41 Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30 Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helstu leiðtoga Repúblikanaflokksins, segist ekkert hafa séð sem bendi til þess að alríkislögreglan FBI hafi komið fyrir njósnara í röðum framboðs Donalds Trump forseta árið 2016, þvert á aðdróttanir forsetans. Ryan varaði Trump jafnframt við að reyna að náða sjálfan sig. Trump hefur nú um nokkra vikna skeið borið út samsæriskenningar um að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem styður þær ásakanir. FBI notaði hins vegar heimildarmann sem ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins til að afla upplýsinga um samskipti þess við Rússa. Leiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að mestu leyti setið á hliðarlínunni á meðan Trump forseti hefur með þessum hætti og öðrum reynt að grafa undan trúverðugleika æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna sem rannsaka hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa árið 2016. Því vekur ofanígjöf Ryan við forsetann nú athygli. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann taka undir með flokksbróður sínum Trey Gowdy sem sagði í síðustu viku að enginn fótur væri fyrir njósnaásökunum Trump. Ryan sagði þó að afla þyrfti frekari upplýsingar eins og sumir flokksbræðra hans hafa krafist af dómsmálaráðuneytinu.Þingmenn á útleið setja ofan í við Trump Ryan og Gowdy voru á meðal þingmanna sem FBI og dómsmálaráðuneytið veittu upplýsingar um heimildarmann FBI í síðasta mánuði eftir nær linnulausan þrýsting þingmanna repúblikana og Trump sjálfs. „Ég held að þegar forsetinn kemst að því hvað gerðist þá verði hann ekki aðeins sáttur heldur verður hann ánægður með að við höfum FBI sem tók alvarlega það sem hún heyrði,“ sagði Gowdy eftir þá fundi. Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar sem rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa, hefur einnig tekið undir mat Gowdy. Þá gagnrýndi Tom Rooney, þingmaður repúblikana sem á sæti í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar, Trump harðlega fyrir að dreifa út samsæriskenningum um njósnir. „Hver er tilgangurinn með því að segja að það hafi verið njósnari í framboðinu þegar það var enginn?“ spurði Rooney sem taldi það ekki hjálpa til að forsetinn ylli ringulreið með þessum hætti. Ryan og Gowdy hafa báðir fengið bágt fyrir frá sumum flokkssystkinum sínum vegna þessa. Þeir og Rooney eiga það sammerkt að enginn þeirra ætlar að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum í nóvember.Trump hefur farið mikinn gegn FBI og dómsmálaráðuneytinu undanfarnar vikur. Hann hefur sakað þessar æðstu löggæslustofnanir landsins um að hafa njósnað um framboð sitt af pólitískum ástæðum.Vísir/AFPÆtti ekki að reyna að náða sjálfan sig Ryan var einnig spurður út í orð Trump um að hann hefði „algert vald“ til þess að náða sjálfan sig. „Ég veit ekki tæknilega svarið við þessari spurningu en ég held augljóslega að svarið sé að hann ætti ekki að gera það og enginn er yfir lögin hafinn,“ svaraði þingforsetinn. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti svipaðri afstöðu á þriðjudag, að sögn New York Times. „Hann veit augljóslega að það er ekki eitthvað sem hann myndi eða ætti að gera,“ sagði McConnell þá.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41 Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30 Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41
Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30
Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13