Áfram Ísland Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 07:00 Rúmlega 2.000 miðar voru óseldir á síðasta leik Íslands áður en drengirnir okkar fara á Heimsmeistaramótið þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki nógu gott. Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn, hvað þá á landsleiki. Miðaverð er auðvitað mjög hátt. Það er verið að verðleggja marga út af þessari skemmtun. Góð sæti kosta 7.500 krónur en þau lélegustu 3.500. Í ljósi umræðunnar um nýjan þjóðarleikvang er auðvitað hálf bagalegt fyrir alla sem standa að því verkefni að það sé ekki mikill áhugi á að koma á völlinn. Það á jú að byggja 20 þúsund manna völl og er gert er ráð fyrir að það sé alltaf uppselt. Það skrýtnasta í þeirri umræðu er að nefndir eftir nefndir, og bara nefndu það, komust að þeirri niðurstöðu að tvær niðurstöður væru bestar. Ekki fleiri og ekki færri. Það finnst mér skrýtið. Enda hefði ég haldið að það væri hægt að koma með svona 10 hugmyndir að nýjum velli, stórum og smáum. Ísland þarf samt nýjan völl og nýjan leikvang. En hann þarf ekki að taka 20 þúsund manns. Hann þarf bara að rúma 10-12 þúsund manns. Það er ljóst að KSÍ, ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki átt mörg samtöl við aðra en ráðgjafafyrirtækið Lagardère Sports og ætla að treysta því í einu og öllu. Skýrsla KPMG um nýjan völl bendir þó á að Lagardère Sports gæti haft mikilla hagsmuna að gæta verði verkefnið að veruleika sem kalli á skynsamlega rýni helstu hagsmunaaðila í ráðleggingar fyrirtækisins. Það eitt segir mér að það var ekki staðið nógu vel að þessu. Það vantar meiri fagmennsku enda á þessi nýi völlur að kosta marga milljarða. Það má ekki bara leika sér og ég kalla eftir meiri fagmennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Rúmlega 2.000 miðar voru óseldir á síðasta leik Íslands áður en drengirnir okkar fara á Heimsmeistaramótið þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki nógu gott. Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn, hvað þá á landsleiki. Miðaverð er auðvitað mjög hátt. Það er verið að verðleggja marga út af þessari skemmtun. Góð sæti kosta 7.500 krónur en þau lélegustu 3.500. Í ljósi umræðunnar um nýjan þjóðarleikvang er auðvitað hálf bagalegt fyrir alla sem standa að því verkefni að það sé ekki mikill áhugi á að koma á völlinn. Það á jú að byggja 20 þúsund manna völl og er gert er ráð fyrir að það sé alltaf uppselt. Það skrýtnasta í þeirri umræðu er að nefndir eftir nefndir, og bara nefndu það, komust að þeirri niðurstöðu að tvær niðurstöður væru bestar. Ekki fleiri og ekki færri. Það finnst mér skrýtið. Enda hefði ég haldið að það væri hægt að koma með svona 10 hugmyndir að nýjum velli, stórum og smáum. Ísland þarf samt nýjan völl og nýjan leikvang. En hann þarf ekki að taka 20 þúsund manns. Hann þarf bara að rúma 10-12 þúsund manns. Það er ljóst að KSÍ, ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki átt mörg samtöl við aðra en ráðgjafafyrirtækið Lagardère Sports og ætla að treysta því í einu og öllu. Skýrsla KPMG um nýjan völl bendir þó á að Lagardère Sports gæti haft mikilla hagsmuna að gæta verði verkefnið að veruleika sem kalli á skynsamlega rýni helstu hagsmunaaðila í ráðleggingar fyrirtækisins. Það eitt segir mér að það var ekki staðið nógu vel að þessu. Það vantar meiri fagmennsku enda á þessi nýi völlur að kosta marga milljarða. Það má ekki bara leika sér og ég kalla eftir meiri fagmennsku.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar