Auðlindin Ísland Þórey Anna Matthíasdóttir og Jakob S. Jónsson skrifar 7. júní 2018 07:00 Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútvegurinn. Það má reikna út tekjurnar á ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að þær eru umtalsverðar. Stefna stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi má ekki einskorðast við spurninguna um hvort við ætlum að koma á komugjöldum eða gistináttagjaldi. Málefnið er mun flóknara en svo. Yfir 90% ferðamanna sem koma til Íslands segja, að aðdráttaraflið sé óspillt og ósnert náttúra og má það til sanns vegar færa – hér er að finna stærstu flæmi óspilltrar náttúru í Evrópu og náttúran og landið er einstakt í ljósi þess að Ísland er eldvirkasta svæði veraldar eins og er og auk þess eitt yngsta og viðkvæmasta land í heimi. Jafnframt býr hér fámenn þjóð, sem er bara að gera það býsna gott þegar kemur að hugviti, þekkingu og listum og getur á næstu árum stigið mörg stór skref fram á við á þeim sviðum. En spurningin sem þarf að svara er: Hver á aðkoma ferðamannsins að vera að landi og náttúru? Hver á aðkoma hans að vera að þjóðinni sjálfri, sögu hennar og menningu? Hvernig viljum við að gestir okkar komi að fjörðum landsins, fjöllum og fossum? Eiga þeir að sjá stórar virkjanir og háspennulínur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem helmingur húsa stendur auður, eingöngu notuð sem sumarhús fyrir brottfluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem býr nær eingöngu erlent vinnuafl að bjarga auðæfum hafsins? Eiga þeir að aka um firði fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir að aka fram á risavaxin álver, þar sem engir Íslendingar vinna lengur, aðeins erlent verkafólk?Jakob S. JónssonTaka þarf afstöðu til langs tíma Hvernig viljum við byggja upp „leiksviðið“, sem mætir þessum erlendu ferðamönnum sem færa okkur gjaldeyrinn í staðinn? Þeirri spurningu þarf að svara. Og það þarf að taka afstöðu til langs tíma – það þýðir ekki að hugsa til skemmri tíma en 70-80 ára hið minnsta. Af hverju? Tökum dæmi út frá spurningunni hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti heimamenn á ferðum sínum um landið: Hér búa tæplega 350 þúsund manns og fólksfjölgunin hefur verið mikil í rúmlega hundrað ár – um 30 þúsund Íslendingar búa erlendis og að sama skapi býr hér álíka margt erlent fólk, margt til frambúðar, annað til skemmri tíma. Það heldur uppi fiskvinnslunni, þjónustu við aldraða, sér um að þrífa skólana okkar og sjúkrahúsin. Og það heldur uppi ferðaþjónustunni. Í ferðaþjónustu starfa rúmlega 20 þúsund manns og af þeim fjölda er sennilega helmingur að minnsta kosti erlent vinnuafl. Ef við ætluðum okkur að framleiða Íslendinga, sem tækju við af hinu erlenda vinnuafli, myndi það taka okkur um 70-80 ár að búa þá til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður en öll störf í ferðaþjónustu væru skipuð Íslendingum eingöngu. Og þá hefði störfum í ferðaþjónustu jafnframt fjölgað og væru eflaust orðin um 40 þúsund, ef ekki meir – og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð upp í jafnvel 5-6 miljónir. Nú er það varla mögulegt, jafnvel ekki æskilegt að „Íslendingsvæða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er fyrst og fremst sett fram til að örva hugaraflið og sýna fram á, að þörfin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar verða að segja til um hvernig sinnt skuli óskum hinna erlendu ferðamanna: að þeir fái að njóta þeirrar vöru sem þeir komu hingað til að kaupa: ósnortna, óspillta náttúru. Er ekki kominn tími til að setjast niður og koma skipulagi á málaflokkinn – og eigum við ekki að gera það á þann hátt sem vænlegastur er til árangurs – í góðri samvinnu, í lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð, sögu og menningu?Höfundar eru leiðsögumenn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er komin til að vera og er orðin margfalt stærri atvinnuvegur en sjávarútvegurinn. Það má reikna út tekjurnar á ýmsan hátt, en óumdeilanlegt er að þær eru umtalsverðar. Stefna stjórnvalda í málefnum ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi má ekki einskorðast við spurninguna um hvort við ætlum að koma á komugjöldum eða gistináttagjaldi. Málefnið er mun flóknara en svo. Yfir 90% ferðamanna sem koma til Íslands segja, að aðdráttaraflið sé óspillt og ósnert náttúra og má það til sanns vegar færa – hér er að finna stærstu flæmi óspilltrar náttúru í Evrópu og náttúran og landið er einstakt í ljósi þess að Ísland er eldvirkasta svæði veraldar eins og er og auk þess eitt yngsta og viðkvæmasta land í heimi. Jafnframt býr hér fámenn þjóð, sem er bara að gera það býsna gott þegar kemur að hugviti, þekkingu og listum og getur á næstu árum stigið mörg stór skref fram á við á þeim sviðum. En spurningin sem þarf að svara er: Hver á aðkoma ferðamannsins að vera að landi og náttúru? Hver á aðkoma hans að vera að þjóðinni sjálfri, sögu hennar og menningu? Hvernig viljum við að gestir okkar komi að fjörðum landsins, fjöllum og fossum? Eiga þeir að sjá stórar virkjanir og háspennulínur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem helmingur húsa stendur auður, eingöngu notuð sem sumarhús fyrir brottfluttar fjölskyldur? Eiga þeir að sjá þorp þar sem býr nær eingöngu erlent vinnuafl að bjarga auðæfum hafsins? Eiga þeir að aka um firði fulla af fiskeldiskerjum? Eiga þeir að aka fram á risavaxin álver, þar sem engir Íslendingar vinna lengur, aðeins erlent verkafólk?Jakob S. JónssonTaka þarf afstöðu til langs tíma Hvernig viljum við byggja upp „leiksviðið“, sem mætir þessum erlendu ferðamönnum sem færa okkur gjaldeyrinn í staðinn? Þeirri spurningu þarf að svara. Og það þarf að taka afstöðu til langs tíma – það þýðir ekki að hugsa til skemmri tíma en 70-80 ára hið minnsta. Af hverju? Tökum dæmi út frá spurningunni hvort æskilegt sé að ferðamenn hitti heimamenn á ferðum sínum um landið: Hér búa tæplega 350 þúsund manns og fólksfjölgunin hefur verið mikil í rúmlega hundrað ár – um 30 þúsund Íslendingar búa erlendis og að sama skapi býr hér álíka margt erlent fólk, margt til frambúðar, annað til skemmri tíma. Það heldur uppi fiskvinnslunni, þjónustu við aldraða, sér um að þrífa skólana okkar og sjúkrahúsin. Og það heldur uppi ferðaþjónustunni. Í ferðaþjónustu starfa rúmlega 20 þúsund manns og af þeim fjölda er sennilega helmingur að minnsta kosti erlent vinnuafl. Ef við ætluðum okkur að framleiða Íslendinga, sem tækju við af hinu erlenda vinnuafli, myndi það taka okkur um 70-80 ár að búa þá til, fæða þá, mennta og þjálfa, áður en öll störf í ferðaþjónustu væru skipuð Íslendingum eingöngu. Og þá hefði störfum í ferðaþjónustu jafnframt fjölgað og væru eflaust orðin um 40 þúsund, ef ekki meir – og fjöldi ferðamanna þá vaxið úr þeim 2,5 milljónum sem nú er spáð upp í jafnvel 5-6 miljónir. Nú er það varla mögulegt, jafnvel ekki æskilegt að „Íslendingsvæða“ ferðaþjónustuna. Dæmið er fyrst og fremst sett fram til að örva hugaraflið og sýna fram á, að þörfin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu er orðin æpandi! Ríki og sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir hagsmunaaðilar verða að segja til um hvernig sinnt skuli óskum hinna erlendu ferðamanna: að þeir fái að njóta þeirrar vöru sem þeir komu hingað til að kaupa: ósnortna, óspillta náttúru. Er ekki kominn tími til að setjast niður og koma skipulagi á málaflokkinn – og eigum við ekki að gera það á þann hátt sem vænlegastur er til árangurs – í góðri samvinnu, í lausnamiðuðu verkferli og af ítrustu virðingu fyrir landi, náttúru, þjóð, sögu og menningu?Höfundar eru leiðsögumenn
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun