Verndum störf á landsbyggðinni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 7. júní 2018 07:00 Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“ Sjálfbærni samfélaga byggist á því að skapa umhverfi sem mætir þörfum nútímans og skapa möguleika fyrir komandi kynslóðir til að þróast áfram á eigin vélarafli. Þegar vegið er að fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu með þessum hætti er verið að draga úr styrk samfélagsins til sjálfbærni. Þótt hægt sé að færa rök fyrir því að bankaafgreiðsla í útibúum fari minnkandi með aukinni tækni, er bankastarfsemi í heild ekki að dragast saman. Því er það mjög undarlegt og í hrópandi ósamræmi við samfélagsstefnu Landsbankans að fækka starfsmönnum í útibúum sínum um landið. Þeim væri í lófa lagið að flytja verkefni og störf sem hægt er að vinna án staðsetningar út á land. Tækninni fleygir jú fram jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæðing landsins virkar í báðar áttir og engin einstefna í þeim efnum. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þessi stefna er í ósamræmi við stefnu stjórnvalda um aukna áherslu í byggðamálum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá felast mikil verðmæti í því að landi öllu sé haldið í blómlegri byggð og það sé mikilvægt að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu og atvinnutækifærum um allt land.Öflug byggðastefna Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áherslu á blómlega byggð um allt land. Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun sem nú er í vinnslu á Alþingi er viðfangsefnið að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum og einhæft atvinnulíf í takt við tæknibreytingar og þróun. Markmiðið er að jafna aðgengi að þjónustu og atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Þá skiptir máli að opinberum aðilum sé falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar. Það skiptir miklu máli að ríkið hafi forgang í því að flytja verkefni og störf út um landið. Nýlega tilkynnti félags- og jafnréttisráðherra að velferðarráðuneytið hyggist styrkja starfseiningu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga og flytja tvö störf þangað í kjölfar aukinna verkefna Fæðingarorlofssjóðs. Þetta er dæmi um gott fordæmi þar sem störf vegna nýrra verkefna eru flutt út á land til að styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Einnig væri hægt að flytja verkefni frá stofnunum ríkisins og ráðuneyta til að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni. Opinber störf út á land Með samþykkt nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði var samþykkt bráðabirgðaákvæði sem fól í sér að ráðherra skuli í samstarfi við forsætisráðherra láta semja aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmarka skyldi stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið er ákjósanlegt að flytja til embætta sýslumanna. Við sameiningu sýslumannsembætta um landið var lögð áhersla á að styrkja embættin með því að flytja verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Það hefur þurft að fara í uppsagnir hjá sýslumannsembættum um landið og þjónusta útibúa verið minnkuð þvert á loforð um eflingu og aukinn styrk. Þetta þarf alls ekki að vera svona, því opinberum störfum er ekki að fækka á landsvísu. Þau eru bara með óeðlilega samþjöppunareiginlega og sogast til höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar tómum fasteignum ríkisins um landið sem þarf að greiða af skatta og skyldur og hita upp. Ríkið má ekki vera frumkvöðull í að draga úr litrófi atvinnulífsins um landið og Landsbankinn þarf að standa við sína samfélagsstefnu og styðja við öfluga og blómlega byggð í öllu landinu. Það sem við þurfum er öflug byggðastefna og standa svo við hana. Svo það takist skiptir máli að hafa hana að leiðarljósi í öllum framkvæmdum og fjármálastefnu ríkisins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum boðaði Landsbankinn styttingu afgreiðslutíma í ellefu útibúum á landsbyggðinni. Fjórtán starfsmönnum var sagt upp samhliða breytingunum. Landsbankinn hefur skilgreinda samfélagsstefnu sem segir: „Landsbankinn hefur markað stefnu í samfélagsábyrgð þar sem efnahags-, samfélags- og umhverfismálum er fléttað saman við starfshætti bankans. Stefnan miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa að ábyrgum stjórnháttum í rekstri bankans.“ Sjálfbærni samfélaga byggist á því að skapa umhverfi sem mætir þörfum nútímans og skapa möguleika fyrir komandi kynslóðir til að þróast áfram á eigin vélarafli. Þegar vegið er að fjölbreytni í atvinnulífi og þjónustu með þessum hætti er verið að draga úr styrk samfélagsins til sjálfbærni. Þótt hægt sé að færa rök fyrir því að bankaafgreiðsla í útibúum fari minnkandi með aukinni tækni, er bankastarfsemi í heild ekki að dragast saman. Því er það mjög undarlegt og í hrópandi ósamræmi við samfélagsstefnu Landsbankans að fækka starfsmönnum í útibúum sínum um landið. Þeim væri í lófa lagið að flytja verkefni og störf sem hægt er að vinna án staðsetningar út á land. Tækninni fleygir jú fram jafnt yfir landið. Ljósleiðaravæðing landsins virkar í báðar áttir og engin einstefna í þeim efnum. Landsbankinn er í eigu ríkisins og þessi stefna er í ósamræmi við stefnu stjórnvalda um aukna áherslu í byggðamálum. Eins og segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þá felast mikil verðmæti í því að landi öllu sé haldið í blómlegri byggð og það sé mikilvægt að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu og atvinnutækifærum um allt land.Öflug byggðastefna Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er lögð áherslu á blómlega byggð um allt land. Í þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun sem nú er í vinnslu á Alþingi er viðfangsefnið að takast á við fækkun íbúa á einstökum svæðum og einhæft atvinnulíf í takt við tæknibreytingar og þróun. Markmiðið er að jafna aðgengi að þjónustu og atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Þá skiptir máli að opinberum aðilum sé falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar. Það skiptir miklu máli að ríkið hafi forgang í því að flytja verkefni og störf út um landið. Nýlega tilkynnti félags- og jafnréttisráðherra að velferðarráðuneytið hyggist styrkja starfseiningu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga og flytja tvö störf þangað í kjölfar aukinna verkefna Fæðingarorlofssjóðs. Þetta er dæmi um gott fordæmi þar sem störf vegna nýrra verkefna eru flutt út á land til að styrkja þá starfsemi sem fyrir er. Einnig væri hægt að flytja verkefni frá stofnunum ríkisins og ráðuneyta til að efla opinberar stofnanir á landsbyggðinni. Opinber störf út á land Með samþykkt nýrra laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði var samþykkt bráðabirgðaákvæði sem fól í sér að ráðherra skuli í samstarfi við forsætisráðherra láta semja aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið, þar sem afmarka skyldi stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið er ákjósanlegt að flytja til embætta sýslumanna. Við sameiningu sýslumannsembætta um landið var lögð áhersla á að styrkja embættin með því að flytja verkefni til þeirra. Þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Það hefur þurft að fara í uppsagnir hjá sýslumannsembættum um landið og þjónusta útibúa verið minnkuð þvert á loforð um eflingu og aukinn styrk. Þetta þarf alls ekki að vera svona, því opinberum störfum er ekki að fækka á landsvísu. Þau eru bara með óeðlilega samþjöppunareiginlega og sogast til höfuðborgarsvæðisins. Því fjölgar tómum fasteignum ríkisins um landið sem þarf að greiða af skatta og skyldur og hita upp. Ríkið má ekki vera frumkvöðull í að draga úr litrófi atvinnulífsins um landið og Landsbankinn þarf að standa við sína samfélagsstefnu og styðja við öfluga og blómlega byggð í öllu landinu. Það sem við þurfum er öflug byggðastefna og standa svo við hana. Svo það takist skiptir máli að hafa hana að leiðarljósi í öllum framkvæmdum og fjármálastefnu ríkisins.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í NV kjördæmi
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun