Heillaður af Íslandi og spáir íslenska liðinu sæti í sextán liða úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2018 09:30 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Íþróttafjölmiðlamenn heimsins keppast nú við að skrifa um og spá fyrir um gengi þjóða á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næstu viku en þar er Ísland með í fyrsta sinn. Mennirnir á bandaríska íþróttablaðinu Sports Illustrated hafa allir birt sína spá en í henni má sjá hvaða liðum þeir spá inn í sextán liða úrslitin og hvernig útsláttarkeppnin spilast. Blaðamennirnir sem spáðu hjá Sports Illustrated eru þeir Avi Creditor, Luis Miguel Echegaray, Brian Straus, Grant Wahl og Jonathan Wilson. Þeir Avi, Luis, Brian og Jonathan hafa enga trú á íslenska landsliðinu og spá því að Argentína og Króatía eða Nígería komist upp úr íslenska riðlinum. Avi og Brian spá meira að segja Króatíu sigri í riðlinum en Luis er sá eini sem telur að Nígería komist áfram.Exploring Planet Fútbol: Iceland—by far the most ambitious SI Video project I've ever been involved in. Half-hour documentary is available now on https://t.co/FaPitGl62P. Do the 7-day free trial. We're doing really cool stuff. https://t.co/ny7NBZpoE7pic.twitter.com/iW3QYTEtXD — Grant Wahl (@GrantWahl) June 5, 2018 Íslandsvinurinn Grant Wahl er aftur á móti sér á báti þegar kemur að gengi íslensku strákanna. Hann hefur skrifað mikið um íslenska landsliðið í aðdraganda keppninnar og er höfundur umfjöllunnar um íslenska liðið sem endaði á forsíðu Sports Illustrated á dögunum. Grant Wahl er algjörlega heillaður af Íslandi og spáir því að Ísland slái Argentínu út og að Króatía fari með strákunum okkar inn í sextán liða úrslitin.My picks: Spain over Belgium in the final. Germany over Uruguay for 3rd place. Argentina out in group stage. Mexico over Brazil in Round of 16. Advancing to R16: URU, POR, FRA, ISL, BRA, MEX, BEL, SEN, ESP, RUS, CRO, DEN, GER, SUI, COL, ENG. https://t.co/WRLGPCubfd — Grant Wahl (@GrantWahl) June 4, 2018 Ef þessi spá hjá Grant á að ganga eftir þá verður íslenska landsliðið að ná frábærum úrslitum í fyrsta leik á móti Argentínu. Pressan er öll á Lionel Messi og félögum og samkvæmt spá aðalfótboltasérfræðings Sports Illustrated þá verður hún greinilega of mikil. Grant Wahl spáir því að Spánverjar fari alla leið og tryggi sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Belgíu í úrslitaleiknum. Auk þess að hafa trú á íslenska landsliðinu þá telur hann að Úrúgvæ slái út Frakka og komist í undanúrslitin. Hann spáir einnig að Króatar komist í átta liða úrslitin en tapi þar á móti Spáni. Avi Creditor spáir því að Brasilíumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. Hann er á því að Argentínumenn slái Frakka út í 16 liða úrslitunum og að Brasilía og Argentína mætist í undanúrslitum. Luis Miguel Echegaray er einnig á því að Brasilía vinni en hann telur að þeir vinni heimsmeistara Þjóðverja í úrslitaleiknum og hefni fyrir 7-1 stórtapið í undanúrslitum á HM 2014. Brian Straus spáir aftur á móti Frökkum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Brian er á þvío að Belgar slái úr Brasilíumenn en detti síðan út á móti Frökkum. Jonathan Wilson spáir Spánverjum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Frakkar og Þjóðverjar munu að hans mati tapa í undanúrslitunum. Það má nálgast spá þeirra félaga með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira
Íþróttafjölmiðlamenn heimsins keppast nú við að skrifa um og spá fyrir um gengi þjóða á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næstu viku en þar er Ísland með í fyrsta sinn. Mennirnir á bandaríska íþróttablaðinu Sports Illustrated hafa allir birt sína spá en í henni má sjá hvaða liðum þeir spá inn í sextán liða úrslitin og hvernig útsláttarkeppnin spilast. Blaðamennirnir sem spáðu hjá Sports Illustrated eru þeir Avi Creditor, Luis Miguel Echegaray, Brian Straus, Grant Wahl og Jonathan Wilson. Þeir Avi, Luis, Brian og Jonathan hafa enga trú á íslenska landsliðinu og spá því að Argentína og Króatía eða Nígería komist upp úr íslenska riðlinum. Avi og Brian spá meira að segja Króatíu sigri í riðlinum en Luis er sá eini sem telur að Nígería komist áfram.Exploring Planet Fútbol: Iceland—by far the most ambitious SI Video project I've ever been involved in. Half-hour documentary is available now on https://t.co/FaPitGl62P. Do the 7-day free trial. We're doing really cool stuff. https://t.co/ny7NBZpoE7pic.twitter.com/iW3QYTEtXD — Grant Wahl (@GrantWahl) June 5, 2018 Íslandsvinurinn Grant Wahl er aftur á móti sér á báti þegar kemur að gengi íslensku strákanna. Hann hefur skrifað mikið um íslenska landsliðið í aðdraganda keppninnar og er höfundur umfjöllunnar um íslenska liðið sem endaði á forsíðu Sports Illustrated á dögunum. Grant Wahl er algjörlega heillaður af Íslandi og spáir því að Ísland slái Argentínu út og að Króatía fari með strákunum okkar inn í sextán liða úrslitin.My picks: Spain over Belgium in the final. Germany over Uruguay for 3rd place. Argentina out in group stage. Mexico over Brazil in Round of 16. Advancing to R16: URU, POR, FRA, ISL, BRA, MEX, BEL, SEN, ESP, RUS, CRO, DEN, GER, SUI, COL, ENG. https://t.co/WRLGPCubfd — Grant Wahl (@GrantWahl) June 4, 2018 Ef þessi spá hjá Grant á að ganga eftir þá verður íslenska landsliðið að ná frábærum úrslitum í fyrsta leik á móti Argentínu. Pressan er öll á Lionel Messi og félögum og samkvæmt spá aðalfótboltasérfræðings Sports Illustrated þá verður hún greinilega of mikil. Grant Wahl spáir því að Spánverjar fari alla leið og tryggi sér heimsmeistaratitilinn með sigri á Belgíu í úrslitaleiknum. Auk þess að hafa trú á íslenska landsliðinu þá telur hann að Úrúgvæ slái út Frakka og komist í undanúrslitin. Hann spáir einnig að Króatar komist í átta liða úrslitin en tapi þar á móti Spáni. Avi Creditor spáir því að Brasilíumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. Hann er á því að Argentínumenn slái Frakka út í 16 liða úrslitunum og að Brasilía og Argentína mætist í undanúrslitum. Luis Miguel Echegaray er einnig á því að Brasilía vinni en hann telur að þeir vinni heimsmeistara Þjóðverja í úrslitaleiknum og hefni fyrir 7-1 stórtapið í undanúrslitum á HM 2014. Brian Straus spáir aftur á móti Frökkum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Þjóðverjum í úrslitaleiknum. Brian er á þvío að Belgar slái úr Brasilíumenn en detti síðan út á móti Frökkum. Jonathan Wilson spáir Spánverjum heimsmeistaratitlinum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum. Frakkar og Þjóðverjar munu að hans mati tapa í undanúrslitunum. Það má nálgast spá þeirra félaga með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira