Svona virkar Instagram í raun og veru Bergþór Másson skrifar 5. júní 2018 10:21 Instagram, samfélagsmiðill og myndaforrit, sett á laggirnar árið 2010. Variety Algóriþmi myndaforritsins Instagram hefur aldrei verið útskýrður síðan forritið var sett á laggirnar árið 2010, þangað til núna. Á nýlegum blaðamannafundi í höfuðstöðvum Instagram í San Fransisco ljóstruðu stjórnendur fyrirtækisins upp hvernig forritið virkar í raun og veru. Í júlí 2016 skipti Instagram um algóriþma og þar af leiðandi sáu notendur ekki hverja einustu færslu í réttri og beinni tímalínu lengur, heldur réðust færslubirtingar eftir flóknum algóriþma forritsins. Með gamla algóriþmanum misstu notendur af 70% af öllum færslum og 50% af færslum vina sinna. Rétt yfir 800 milljónir manns notast við Instagram. Stjórnendur fyrirtækisins segja að notendur sjái nú 90% af því efni sem þau vilja í raun og veru sjá, þökk sé algóriþmanum. Það sem þú sérð á Instagram ræðst aðallega af þremur þáttum; áhuga, (e. interest) nýleika (e. recency) og sambandi (e. relationship). Áhugi felst í því hvernig forritið notar gögn til þess að greina hegðun þína og gerir þar af leiðandi ráð fyrir því hvernig efni þú vilt helst sjá. Nýleika þátturinn forgangsraðar nýlegu efni á skipulagðan hátt. Sambands þátturinn greinir samband þitt við aðra notendur forritsins og mælir það á samskiptum í formi athugasemda, „læka“ og „taggaðra“ mynda. Aðrir þættir sem hafa áhrif á hvað þú sérð í forritinu þitt eru tíðni (e. frequency) og notkun (e. usage). Þessir þættir breytast eftir því hversu mikið og hversu oft þú notar Instagram. Þeir vinna saman í því að sýna þér efni sem þú hefur mögulega misst af. Einnig er tekið til greina hversu mikið af fólki þú fylgist með. Því fleiri sem þú eltir, því minni líkur eru að þú munt sjá allt frá öllum. Greinin er unnin upp úr umfjöllun TechCrunch og Hypebeast Tækni Tengdar fréttir Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing Zuckerberg verður gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. 22. maí 2018 16:15 Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00 Ísland sagt Instagram-vænasti staður heims Ástralska útgáfa dægurmálarisans Cosmopolitan telur Ísland vera myndrænasta land heims. 4. júní 2018 08:14 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Algóriþmi myndaforritsins Instagram hefur aldrei verið útskýrður síðan forritið var sett á laggirnar árið 2010, þangað til núna. Á nýlegum blaðamannafundi í höfuðstöðvum Instagram í San Fransisco ljóstruðu stjórnendur fyrirtækisins upp hvernig forritið virkar í raun og veru. Í júlí 2016 skipti Instagram um algóriþma og þar af leiðandi sáu notendur ekki hverja einustu færslu í réttri og beinni tímalínu lengur, heldur réðust færslubirtingar eftir flóknum algóriþma forritsins. Með gamla algóriþmanum misstu notendur af 70% af öllum færslum og 50% af færslum vina sinna. Rétt yfir 800 milljónir manns notast við Instagram. Stjórnendur fyrirtækisins segja að notendur sjái nú 90% af því efni sem þau vilja í raun og veru sjá, þökk sé algóriþmanum. Það sem þú sérð á Instagram ræðst aðallega af þremur þáttum; áhuga, (e. interest) nýleika (e. recency) og sambandi (e. relationship). Áhugi felst í því hvernig forritið notar gögn til þess að greina hegðun þína og gerir þar af leiðandi ráð fyrir því hvernig efni þú vilt helst sjá. Nýleika þátturinn forgangsraðar nýlegu efni á skipulagðan hátt. Sambands þátturinn greinir samband þitt við aðra notendur forritsins og mælir það á samskiptum í formi athugasemda, „læka“ og „taggaðra“ mynda. Aðrir þættir sem hafa áhrif á hvað þú sérð í forritinu þitt eru tíðni (e. frequency) og notkun (e. usage). Þessir þættir breytast eftir því hversu mikið og hversu oft þú notar Instagram. Þeir vinna saman í því að sýna þér efni sem þú hefur mögulega misst af. Einnig er tekið til greina hversu mikið af fólki þú fylgist með. Því fleiri sem þú eltir, því minni líkur eru að þú munt sjá allt frá öllum. Greinin er unnin upp úr umfjöllun TechCrunch og Hypebeast
Tækni Tengdar fréttir Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing Zuckerberg verður gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. 22. maí 2018 16:15 Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00 Ísland sagt Instagram-vænasti staður heims Ástralska útgáfa dægurmálarisans Cosmopolitan telur Ísland vera myndrænasta land heims. 4. júní 2018 08:14 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing Zuckerberg verður gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. 22. maí 2018 16:15
Segja Facebook stunda persónunjósnir Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta. 25. maí 2018 06:00
Ísland sagt Instagram-vænasti staður heims Ástralska útgáfa dægurmálarisans Cosmopolitan telur Ísland vera myndrænasta land heims. 4. júní 2018 08:14