Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2018 07:21 Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem er bandamaður stjórnvalda í Kreml. Vísir/AFP Saksóknarar hafa sakað Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um að reyna að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Þeir hafa beðið dómara um að skoða hvort að Manafort verði látinn sitja inni þar til réttað verður yfir honum. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. New York Times segir að eitt vitnanna hafi sagt alríkislögreglunni FBI að Manafort hafi reynt að fá það til að bera ljúgvitni. Tvö vitni eru sögð hafa veitt FBI upplýsingar um skilaboð sem þau fengu frá Manafort. Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram.Faldi málafylgjustörfin fyrir bandarískum yfirvöldum og skattinum Ákærurnar á hendur Manafort varða meðal annars að hann hafi starfað sem málafylgjumaður erlends ríkis án þess að gera grein fyrir þeim störfum við bandarísk yfirvöld eins og lög kveða á um. Hann er einnig sakaður um að hafa peningaþvætti og skattsvik í tengslum við greiðslurnar sem hann fékk fyrir störf sín sem málafylgjumaður. Hann var kosningastjóri Trump um fimm mánaða skeið fram í ágúst árið 2016. Eftir að ásakanir komu fram um að Manafort hefði þegið milljónir á laun frá ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu steig hann til hliðar. Rick Gates, viðskiptafélagi Manafort til fjölda ára, hélt hins vegar áfram störfum sem aðstoðarkosningastjóri framboðsins og síðar fyrir undirbúningsnefnd fyrir valdatöku Trump. Hann var einnig ákærður en náði samkomulagi við saksóknara um að veita þeim upplýsingar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Saksóknarar hafa sakað Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um að reyna að hafa áhrif á vitni í máli þar sem hann er ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Þeir hafa beðið dómara um að skoða hvort að Manafort verði látinn sitja inni þar til réttað verður yfir honum. Manafort er sagður hafa reynt að hafa samband við vitni í gegnum síma, milliliði og með dulkóðaða samskiptaforritinu WhatsApp. New York Times segir að eitt vitnanna hafi sagt alríkislögreglunni FBI að Manafort hafi reynt að fá það til að bera ljúgvitni. Tvö vitni eru sögð hafa veitt FBI upplýsingar um skilaboð sem þau fengu frá Manafort. Vitnin tengjast áskökunum um að Manafort hafi skipulagt almannatengslaherferð fyrir úkraínsk stjórnvöld þar sem hann fékk evrópska fyrrverandi stjórnmálamenn til að tala máli Austur-Evrópulandsins. Manafort á að hafa reynt að hafa samband við Evrópumennina til að segja þeim að bera vitni um að þeir hafi aðeins unnið í Evrópu, ekki Bandaríkjunum eins og saksóknarar halda fram.Faldi málafylgjustörfin fyrir bandarískum yfirvöldum og skattinum Ákærurnar á hendur Manafort varða meðal annars að hann hafi starfað sem málafylgjumaður erlends ríkis án þess að gera grein fyrir þeim störfum við bandarísk yfirvöld eins og lög kveða á um. Hann er einnig sakaður um að hafa peningaþvætti og skattsvik í tengslum við greiðslurnar sem hann fékk fyrir störf sín sem málafylgjumaður. Hann var kosningastjóri Trump um fimm mánaða skeið fram í ágúst árið 2016. Eftir að ásakanir komu fram um að Manafort hefði þegið milljónir á laun frá ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu steig hann til hliðar. Rick Gates, viðskiptafélagi Manafort til fjölda ára, hélt hins vegar áfram störfum sem aðstoðarkosningastjóri framboðsins og síðar fyrir undirbúningsnefnd fyrir valdatöku Trump. Hann var einnig ákærður en náði samkomulagi við saksóknara um að veita þeim upplýsingar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00
Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50