Erfðasaga óstöðugleikans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2018 10:00 Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda. Þó svo að rannsóknarúrtakið sé tiltölulega fáliðað – 25 einstaklingar sem grafnir voru upp úr kumlreitum frá landnámsöld – gefa niðurstöður þeirra sterka vísbendingu um að forfeður okkar sem settust hér að hafi verið mun jafnari hópur norræna manna og Kelta en áður var talið. Nánar tiltekið 57 prósent norrænir menn en 43 prósent Keltar. Út af fyrir sig eru þetta athyglisverðar niðurstöður, en þegar erfðaefni þessa hóps er borið saman við DNA úr núlifandi einstaklingum, birtast sláandi niðurstöður sem varpa ljósi á hvernig hin harðneskjulega tilvist á miðöldum og á seinni tímum meitlaði til erfðaefni nútíma Íslendinga í gegnum náttúruhamfarir, skelfilegar farsóttir, hungursneyð og blöndun við aðra hópa. Afleiðingin er gríðarlegt genaflökt síðustu 1100 ára og að Íslendingur 21. aldarinnar hefur fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Nútíma Breti er líkari forfeðrum okkar en við afkomendurnir. Við erum erfðafræðilegt eyland í samanburði við erfðir nágrannaþjóða okkar. Það vill svo til að þetta eyland er gullnáma fyrir erfðavísindamenn. Um leið undirstrika niðurstöðurnar þá staðreynd að erfðaefni þess hóps sem býr á þessari eyju í Norður-Atlantshafi og kennir sig við Ísland er í stöðugri þróun, og hefur verið það frá upphafi. Það er ekkert til sem heitir hreinræktaður Íslendingur. Í raun er það þvæla að halda því fram að til sé „hrein“ þjóð, því saga mannsins, þekking hans og menning síðustu 70 þúsund ára byggir á fólksflutningum og blöndun mismunandi hópa. Óstöðugleiki er líklega rétta orðið til að lýsa þessari þróun undanfarnar aldir. Óstöðugleikinn er, eins og við vitum öll, erfiður. Oft sársaukafullur. En í hinu víða samhengi er hann nauðsynlegur. Stöðnun er dauði. Það er því með stolti sem við ættum að undirstrika það að samtímamenning okkar er hverful, aðeins birtingarmynd núverandi tilhneiginga sem mun hverfa í ólgusjó sögunnar. Það er í þessu samhengi sem rannsóknir eins og þær sem Sunna og Agnar stunda sanna mikilvægi sitt. Í þeim felst ómetanlegt tækifæri fyrir nútímamanninn til að spegla sig í reynslu þeirra sem komu á undan. Þeirra sem flúðu styrjaldir og ánauð og leituðu nýrra tækifæra í fjarlægu landi. Þetta er saga okkar síðustu árþúsunda, og hana ættum við að hafa í huga næst þegar hingað kemur fólk í leit að nýju lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda. Þó svo að rannsóknarúrtakið sé tiltölulega fáliðað – 25 einstaklingar sem grafnir voru upp úr kumlreitum frá landnámsöld – gefa niðurstöður þeirra sterka vísbendingu um að forfeður okkar sem settust hér að hafi verið mun jafnari hópur norræna manna og Kelta en áður var talið. Nánar tiltekið 57 prósent norrænir menn en 43 prósent Keltar. Út af fyrir sig eru þetta athyglisverðar niðurstöður, en þegar erfðaefni þessa hóps er borið saman við DNA úr núlifandi einstaklingum, birtast sláandi niðurstöður sem varpa ljósi á hvernig hin harðneskjulega tilvist á miðöldum og á seinni tímum meitlaði til erfðaefni nútíma Íslendinga í gegnum náttúruhamfarir, skelfilegar farsóttir, hungursneyð og blöndun við aðra hópa. Afleiðingin er gríðarlegt genaflökt síðustu 1100 ára og að Íslendingur 21. aldarinnar hefur fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Nútíma Breti er líkari forfeðrum okkar en við afkomendurnir. Við erum erfðafræðilegt eyland í samanburði við erfðir nágrannaþjóða okkar. Það vill svo til að þetta eyland er gullnáma fyrir erfðavísindamenn. Um leið undirstrika niðurstöðurnar þá staðreynd að erfðaefni þess hóps sem býr á þessari eyju í Norður-Atlantshafi og kennir sig við Ísland er í stöðugri þróun, og hefur verið það frá upphafi. Það er ekkert til sem heitir hreinræktaður Íslendingur. Í raun er það þvæla að halda því fram að til sé „hrein“ þjóð, því saga mannsins, þekking hans og menning síðustu 70 þúsund ára byggir á fólksflutningum og blöndun mismunandi hópa. Óstöðugleiki er líklega rétta orðið til að lýsa þessari þróun undanfarnar aldir. Óstöðugleikinn er, eins og við vitum öll, erfiður. Oft sársaukafullur. En í hinu víða samhengi er hann nauðsynlegur. Stöðnun er dauði. Það er því með stolti sem við ættum að undirstrika það að samtímamenning okkar er hverful, aðeins birtingarmynd núverandi tilhneiginga sem mun hverfa í ólgusjó sögunnar. Það er í þessu samhengi sem rannsóknir eins og þær sem Sunna og Agnar stunda sanna mikilvægi sitt. Í þeim felst ómetanlegt tækifæri fyrir nútímamanninn til að spegla sig í reynslu þeirra sem komu á undan. Þeirra sem flúðu styrjaldir og ánauð og leituðu nýrra tækifæra í fjarlægu landi. Þetta er saga okkar síðustu árþúsunda, og hana ættum við að hafa í huga næst þegar hingað kemur fólk í leit að nýju lífi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun