Innlent

„Fólk fær ekki allt sem það vill“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur funda saman í dag.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur funda saman í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í Grindavík
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í Grindavík halda aftur til fundar eftir helgarfrí. Flokkarnir eiga í formlegum viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur.

Eftir að Framsóknarflokkurinn, með Sigurð óla Þorleifsson í broddi fylkingar, dró sig úr viðræðum við Miðflokk, Raddir unga fólksins og Samfylkingu sneri hann sér að Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa reynt að ná saman um málefni síðan um miðja síðustu viku og miðar þeirri vinnu vel að sögn Hjálmars Hallgrímssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Grindavík.

Sjá nánar: Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík

Flokkarnir hafa rætt saman á skrifstofum flokkanna og hefjast fundarhöld að nýju klukkan 17.00 í dag.

Aðspurður hvort flokkarnir sjái til lands svarar Hjálmar vongóður: „Já ég held það bara. Ég er nú bara bjartsýnn. Ég er það nú alltaf reyndar.“ Hann sagði þó að flokkarnir væru ekki sammála um allt.

„Ekki erum alveg sammála um allt. Fólk fær ekki allt sem það vill, það er nú nokkurn veginn þannig,“ segir Hjálmar. Hann segist vænta þess að til tíðinda gæti dregið eftir fundinn í kvöld eða á morgun.

Framsóknarflokkurinn hlaut 13,8% atkvæða og fékk einn mann kjörinn til bæjarstjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og hlaut 33,5% atkvæða og þrjá menn kjörna.


Tengdar fréttir

Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík

Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×