Mohamed Salah er í HM-hópi Egypta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 11:15 Mohamed Salah. Vísir/Getty Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool). Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Mohamed Salah, framherji Liverpool, er í 23 manna HM-hópi Egyptalands sem var tilkynntur í dag. Salah fer því á HM í Rússlandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Mohamed Salah meiddist illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum og óttuðust margir að hann myndi fyrir vikið missa af heimsmeistarakeppninni. Nú er ljóst að Mohamed Salah fer á HM því hann er valinn í hópinn. Læknar egypska landsliðsins hafa fylgst náið með bata leikmannsins og hann fær að fara með til Rússlands. Egyptar þurfa nauðsynlega á Salah að halda en liðið gerði markalaust jafntefli á móti Kólumbíu í fyrsta vináttulandsleik sínum þar sem sóknarleikur liðsins var afar bitlaus. Það er samt talið vera líklegast að Mohamed Salah missi af fyrstu leikjum Egypta í keppninni en fyrsti leikur þeirra er á móti Úrúgvæ 15. júní. Mohamed Salah hefur verið í endurhæfingu allt frá því að hann meiddist á móti Real Madrid og allan þennan tíma hefur hann ekkert verið í kringum egypska landsliðið. Salah mun ekki hitta liðsfélaga sína fyrr en 9. júní en fram að því verður hann í umræddri sérmeðferð. Hvort að Mohamed Salah nái leiknum á móti Rússum 19. júní er önnur saga en hann ætti að vera orðinn leikfær fyrir lokaleikinn á móti Sádí Arabíu.اhref="https://t.co/rHNeoGMAej">pic.twitter.com/rHNeoGMAej — EFA.eg (@EFA) June 4, 2018HM-hópur Egypta:Markmenn: Essam El Hadary (Al Taawoun), Mohamed El-Shennawy (Al Ahly), Sherif Ekramy (Al Ahly).Varnarmenn: Ahmed Fathi, Saad Samir, Ayman Ashraf (all Al Ahly), Mahmoud Hamdy (Zamalek), Mohamed Abdel-Shafy (Al Fateh), Ahmed Hegazi (West Brom), Ali Gabr (Zamalek), Ahmed Elmohamady (Aston Villa), Omar Gaber (Los Angeles FC).Miðjumenn: Tarek Hamed, (Zamalek), Shikabala (Zamalek), Abdallah Said (Al Ahli), Sam Morsy (Wigan Athletic), Mohamed Elneny (Arsenal), Mahmoud Kahraba (Al Ittihad), Ramadan Sobhi (Stoke City), Mahmoud Hassan (Kasimpasa), Amr Warda (Atromitos Athens).Sóknarmenn: Marwan Mohsen (Al Ahly), Mohamed Salah (Liverpool).
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira