Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 2. júní 2018 09:51 Sádar verja miklu hærra hlutfalli þjóðarframleiðslu til hernaðar en nokkurt annað ríki heims. Meira að segja Ísraelsmenn komast ekki í hálfkvist við Sáda í þeim efnum. Vísir/Getty Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa. Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. Í samtali við franska dagblaðið Le Monde segist Salman hafa djúpar áhyggjur af fyrirhugaðri sölu S-400 loftvarnarkerfisins til Katara. Sádar hafa ásamt bandamönnum sínum í Egyptalandi, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum haldið Katar í herkví í tæpt ár. Þeir saka stjórnvöld í Katar um að ganga erinda Írana og styðja hryðjuverkastarfsemi. Það verður að teljast nokkuð grátbroslegt miðað við það gríðarstóra hlutverk sem Sádar hafa sjálfir leikið í nútímasögu hryðjuverka. Í raun snýst deilan um átök tveggja valdablokka við Persaflóann og ótta Sáda við að Íran styrki stöðu sína á þeirra kostnað. Það endurspeglast í kröfum Sáda og bandamanna. Þeir hóta að halda Katar í herkví um komandi framtíð nema ríkisstjórn Katars leggi niður gervihnattasjónvarpsstöðina Al Jazeera og loki tyrkneskri herstöð. Sádar líta á Al Jazeera sem hættulega áróðursvél gegn konungsveldinu og tyrknesku herstöðina sem ögrun við vaxandi hervald þeirra við Persaflóa. Ef litið er á hernaðarútgjöld Sádí-Arabíu verður myndin enn skýrari. Sádar hafa stóraukið hernaðarútgjöld sín síðustu ár og heija nú umfangsmikið stríð í Jemen auk þess að hafa íhlutast umtalsvert í borgarastríðinu í Sýrlandi. Það er liður í áætlun þeirra um að verða óumdeilt pólitískt og hernaðarlegt stórveldi Persaflóans og Miðausturlanda almennt. Á kostnað Írans. Sádar flytja nú inn meira magn hergagna en nokkurt annað ríki heims. Enn meira sláandi er sú staðreynd að eftir mikla hernaðaruppbyggingu síðustu ára er Sádí-Arabía það ríki sem eyðir langstærstu hlutfalli þjóðarframleiðslu sinnar í hernað. Meira en tíu prósent af vergri þjóðarframleiðslu Sáda, sem er umtalsverð þökk sé gjöfulum olíulindum, rennur beint til hernaðarútgjalda. Ísrael, sem er í öðru sæti á heimslistanum en tróndi lengi á toppnum, ver helmingi minna hlutfalli eða rétt rúmum fimm prósentum vergrar þjóðarframleiðslu til að viðhalda hernaðarmætti sínum sem er einn sá mesti í heimi. Fjárfestingar Sáda á sviði hernaðar eru því til þess fallnar að breyta valdajafnvægi Miðausturlanda til lengri tíma og vekja ótta Írana, Katara og annarra fjandmanna Sáda um að þeim sé alvara með hótunum sínum um beinan hernað í Persaflóa.
Barein Katar Sádi-Arabía Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hernaðarútgjöld heimsins ekki verið hærri frá kalda stríði Framlög til varnarmála aukast enn á heimsvísu á milli ára og hafa ekki verið eins há frá lokum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt SIPRI, Stochholm International Peace Research Institute. 2. maí 2018 11:03