Nokkrar staðreyndir Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 2. júní 2018 10:00 Fréttir um útskrift Versló, MS og Kvennó eru athyglisverðar. Í fyrsta sinn birtast tölur og rannsóknir um hvernig hefur gengið að innleiða þriggja ára kerfið í framhaldsskólann, bæði hvað námsárangur varðar og líðan nemenda í hinu nýja kerfi. Nokkur atriði eru sérstaklega eftirtektarverð. Þvert á hrakspár hefur brottfall ekki aukist við þessa breytingu og frekar hitt að það hafi dregið úr því. Rektor MS segir t.d. að brottfall hafi verið nokkuð í fjögra ára kerfinu en með nýju þriggja ára kerfi og breytingum á námskrá hafi brottfallið nánast horfið. Versló notaði tækifærið og lét nemendur úr þriggja ára og fjögra ára kerfunum þreyta sama próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður íslenskuprófanna voru þær að nemendur sem voru í þriggja ára kerfinu fengu sömu niðurstöður og nemendur úr fjögra ára kerfinu. En í stærðfræðiprófinu fengu nemendur úr þriggja ára kerfinu mun hærri einkunn en nemendur úr fjögra ára kerfinu! Versló framkvæmdi einnig rannsókn á álagi á útskriftarnemendurna. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að nemendum við skólann fannst álagið ekki of mikið. Í Kvennó var líka gerð könnun á vinnuálaginu á meðal nemenda. Niðurstaðan var sú að 85 prósent nemendanna við þann skóla töldu að álagið væri hæfilegt. Áhugavert er að bera þessar niðurstöður prófa og rannsókna saman við allar hrakspárnar og fullyrðingarnar sem hafa birst um þetta mál undanfarin misseri. Í því sambandi og að gefnu tilefni hlakka ég til að sjá hvort fréttastofa RÚV muni frétta af þessum niðurstöðum. Þar á bæ hafa nefnilega birst margar „fréttir“ um skoðanir og andstöðu við hið nýja fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fréttir um útskrift Versló, MS og Kvennó eru athyglisverðar. Í fyrsta sinn birtast tölur og rannsóknir um hvernig hefur gengið að innleiða þriggja ára kerfið í framhaldsskólann, bæði hvað námsárangur varðar og líðan nemenda í hinu nýja kerfi. Nokkur atriði eru sérstaklega eftirtektarverð. Þvert á hrakspár hefur brottfall ekki aukist við þessa breytingu og frekar hitt að það hafi dregið úr því. Rektor MS segir t.d. að brottfall hafi verið nokkuð í fjögra ára kerfinu en með nýju þriggja ára kerfi og breytingum á námskrá hafi brottfallið nánast horfið. Versló notaði tækifærið og lét nemendur úr þriggja ára og fjögra ára kerfunum þreyta sama próf í íslensku og stærðfræði. Niðurstöður íslenskuprófanna voru þær að nemendur sem voru í þriggja ára kerfinu fengu sömu niðurstöður og nemendur úr fjögra ára kerfinu. En í stærðfræðiprófinu fengu nemendur úr þriggja ára kerfinu mun hærri einkunn en nemendur úr fjögra ára kerfinu! Versló framkvæmdi einnig rannsókn á álagi á útskriftarnemendurna. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós að nemendum við skólann fannst álagið ekki of mikið. Í Kvennó var líka gerð könnun á vinnuálaginu á meðal nemenda. Niðurstaðan var sú að 85 prósent nemendanna við þann skóla töldu að álagið væri hæfilegt. Áhugavert er að bera þessar niðurstöður prófa og rannsókna saman við allar hrakspárnar og fullyrðingarnar sem hafa birst um þetta mál undanfarin misseri. Í því sambandi og að gefnu tilefni hlakka ég til að sjá hvort fréttastofa RÚV muni frétta af þessum niðurstöðum. Þar á bæ hafa nefnilega birst margar „fréttir“ um skoðanir og andstöðu við hið nýja fyrirkomulag.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar