Uppdópað gengi Seðlabanka veldur vaxandi usla og tjóni Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. júní 2018 07:00 Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ein elzta prentsmiðja og kassagerð landsins, Oddi, neyddist fyrir nokkru til að hætta framleiðslu á bylgju- og plastumbúðum, og þurfti að segja upp helmingi starfsmanna sinna, 86 manns. Á okkar mælikvarða var þetta gífurlega stór og alvarleg hópuppsögn. Er við því að búast, að önnur iðnfyrirtæki, sem selja mest á innlendum markaði, líka auðvitað ferðaþjónustan, séu komin í svipaðan vanda, en uppdópað gengi krónunnar lækkar verð á innfluttri vöru, meðan það torveldar innlendum iðnfyrirtækjum, sem hafa líka sinn háa launakostnað, yfirkeyrðan fjármagnskostnað og lítinn markað, að keppa við innflutta, erlenda framleiðslu. Innlend iðnfyrirtæki hafa í raun ekki átt þess kost, vegna okurvaxta og uppdópaðs gengis, að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlend iðnfyrirtæki í mörg misseri, þó að þau hafi að nokkru haldið velli vegna nálægðar og tengsla við heimamarkaðinn. Alþjóðleg samkeppnisstaða byggist á fjórum meginþáttum:LaunakostnaðiFjármagnskostnaðiGengi gjaldmiðlaTollum Auðvitað kemur fleira til, eins og menntun, reynsla og hæfni stjórnenda, agi, gæðavitund og verklag iðnverkafólks o.s.frv. Mikilvægt er líka, um hverskyns iðnvarning er að ræða. Einfaldan varning má að verulegu leyti framleiða án þess að mannshöndin komi þar mikið nærri. Gallinn er samt sá, að slík tækni kallar á meira framleiðslumagn en íslenzkur markaður oft leyfir. Annars vegar þarf því fjármagnskostnaður að vera hóflegur, svo að unnt sé að fjárfesta í kostnaðarsamri sjálfvirkri framleiðslutækni, og hins vegar þarf gengi krónunnar að vera „rétt“ svo líka sé hægt að flytja út, ef þörf krefur. Væntanlega var „rétt gengi“, eða öllu heldur skortur á því, afgerandi þáttur í vanda Odda, en „rétt gengi“ myndi hækka kostnað innfluttrar samkeppnisvöru og jafnframt lækka verð útfluttrar vöru í erlendri mynt. Fyrsta forsenda fyrir „réttu gengi“ milli tveggja gjaldmiðla, er, að ávöxtunin, sem aftur byggist á verðbólgu, sé svipuð. Spurningin er sem sagt, annars vegar, hversu mikla ávöxtun fær fjárfestir af fjárfestingu í tilteknum gjaldmiðli og hins vegar, með hversu stöðugu verðgildi gjaldmiðilsins getur fjárfestirinn reiknað. Síðustu árin hefur verðbólga í hinum vestræna heimi verið frá núlli upp í um tvö prósent. Um þessar mundir er verðbólga í Bandaríkjunum 2,1%, í Bretlandi 2,9%, í Þýzkalandi 1,65% og í Evrópu 1,35%. Á sama tíma eru stýrivextir í Bandaríkjunum 1,25-1,5%, í Bretlandi 0,5% og í Þýkalandi og Evrópu 0,00%. M.ö.o. er verðbólgan í öllum okkar helztu viðskiptalöndum verulega miklu meiri en stýrivextir. Til að við getum flutt inn og út frá þessum helztu viðskiptalöndum okkar á jafnræðisgrundvelli, þyrfti hlutfall milli verðbólgu og vaxta auðvitað að vera svipað hér. Því er þó kolöfugt farið. Stýrivextir hér hafa verið margfalt hærri en verðbólgan, en, í raun, ef hún er reiknuð á sama hátt og í nefndum viðskiptalöndum (án fasteignakostnaðar), hefur hún verið í allt að MÍNUS 2,6% síðustu misseri; hjá okkur hefur verið langvarandi og stöðug verðhjöðnun, á sama tíma og stýrivextir hér eru nú 4,25%. Með þessum óskiljanlega hætti, sem brýtur í bága við síðustu og beztu aðferðafræði allra annarra vestrænna seðlabanka, dópar Seðlabankinn hér upp krónuna, langt upp fyrir sann- eða raunverði, og afskræmir gjöld og tekjur helztu atvinnuvega landsins. Miðað við fjármálavísindi seðlabanka helztu viðskiptalanda okkar, ættu stýrivextir á Íslandi í hæsta falli að vera við núllið, en í raun eru þeir, sem sagt, plús 4,25%, sem er yfirkeyrt og óskiljanlegt og dópar sennilega upp krónuna um 10-20%. Frá mínum bæjardyrum séð, ber Seðlabankinn meginsökina og -ábyrgðina á fjöldauppsögnunum bæði hjá Granda á Akranesi í fyrra og hjá Odda hér í Reykjavík nú, með sinni glórulausu vaxtastefnu, og er þá ótalinn uppsafnaður og enn óþekktur vandi fjölmargra annarra fyrirtækja, sem enn reyna að berjast, bæði á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun