Rannsaka hvort fíflar geti nýst í sólarvörn Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Áhugi Önnu Maríu á viðfangsefninu kviknaði vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. Vísir/STEFán Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Hugsanlegt er að hægt verði að þróa sólarvörn úr efnum sem finnast í túnfíflum og skarifífli. Anna Maria Trang Davíðsdóttir, meistaranemi í matvælafræði, hefur í vetur verið að skoða polyphenol, sem eru lífvirk andoxunarefni í túnfíflum og skarifífli. Anna María hefur verið að kanna hvernig efnin hegða sér undir ljósi og hvernig efnin varðveitist og hvaða geymsluaðferðir séu bestar. Hún leggur áherslu á að enn sem komið er sé engin framleiðsla komin í gang. „En þetta er mjög öflugt andoxunarefni og í framtíðinni mætti hugsanlega nýta það í sólarvörn. Síðasta mælingin verður í júlí og þá get ég nokkurn veginn sagt til um áhrif ljóss á hegðun polyphenola í túnfíflum og skarifíflum. En þangað til er ég svolítið með þetta í lausu lofti,“ segir hún.Gulir, rétt eins og sólin.Vísir/gettyAnna María hefur unnið verkefnið undir stjórn Kristbergs Kristbergssonar, prófessors við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknastjóra hjá TARAMAR ehf., og Björns Aðalbjörnssonar lektors. Rannsóknirnar eru unnar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Matís. „Það hefur gagnast mér mjög vel og er alveg frábært. Ég fæ alla vega allt sem mig vantar, sem er mjög mikilvægt þegar maður þarf að mæla svona sérstakt efni,“ segir Anna María. Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor í matvæla- og næringarfræðideild við Háskóla Íslands og annar leiðbeinanda Önnu Maríu, kannast ekki við að mikið sé unnið með fífla í rannsóknum og nýsköpun í matvæla- og næringarfræði. Hann vekur athygli á því að Anna María hafi fengið áhuga á viðfangsefninu vegna þess að fíflar eru töluvert notaðir sem lækningajurt í heimalandi hennar, Víetnam. „Hún er að skoða hvernig hægt er að nýta þetta betur, frekar en að slá þetta bara úti á túni og henda þessu,“ segir Björn Viðar. Töluvert sé um nýsköpun í matvælafræðinni. „Það eru nokkur verkefni í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira