Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. október 2025 00:03 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræddi um breytingar á lánaframboði Landsbankans í kvöldfréttum Sýnar. Sýn Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá Landsbankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Bankinn tilkynnti í dag um þessar breytingar á lánaframboði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar hafa ekki áhrif á lán þeirra sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú aðeins veitt til tuttugu ára og með föstum vöxtum en lánin hafa lengi verið veitt til fjörutíu ára. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið, en slíkt myndi draga stórkostlega úr framboði á verðtryggðum lánum. Viðbrögð við öðru en dóminum Breki Karlsson segir að ákvörðun Landsbankans sé áhugaverð. Bankinn hafi lokað fyrir lánveitingar fyrir tíu dögum, hann fagni því að fólk geti farið að fá aftur lán. Dómurinn sem féll í vaxtamálinu svokallaða á dögunum hafi hins vegar ekki snúið að verðtryggðum lánum, og þessi ákvörðun Landsbankans séu því viðbrögð við einhverju öðru en honum. „Það eiga enn fjögur mál eftir að fara fyrir hæstarétt, og þar á meðal mál sem varða lán með verðtryggðum vöxtum.“ Nú er fólk að velta fyrir sér heima, er ég að lesa góðar fréttir eða slæmar fréttir? „Það er hægt að líta á þetta með tvennum hætti. Annars vegar er verið að minnka framboð af verðtryggðum lánum, og það þýðir þar með að lán, stýrivextir Seðlabankans fara að bíta miklu meira á almenning.“ „En eins og Lilja bankastjóri sagði í dag, þá eru komin skilyrði fyrir miklum lækkunum á stýrivöxtum Seðlabankans.“ Íslendingar verði að gera þá kröfu að veitt séu lán með svipuðum vöxtum og í nágrannalöndunum. Í Danmörku sé boðið upp á lán með þrjú prósent vöxtum og í Færeyjum séu þau í kringum fjögur prósent. Breki segir að dómurinn muni koma til með að auka samkeppni á lánamarkaði og skýrleika fyrir neytendur. „Nú geta neytendur valið, nú sjáum við hvað vextirnir eru og munu verða í framtíðinni. Ef við trúum því að það geti ríkt samkeppni á Íslandi, þá munu bankarnir keppast um í verði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Vaxtamálið Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Dómsmál Húsnæðismál Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggt íbúðalán hjá Landsbankanum og breytilegir vextir bera nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Bankinn tilkynnti í dag um þessar breytingar á lánaframboði í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar hafa ekki áhrif á lán þeirra sem þegar eru með íbúðalán hjá bankanum. Verðtryggð lán til fyrstu kaupenda verða nú aðeins veitt til tuttugu ára og með föstum vöxtum en lánin hafa lengi verið veitt til fjörutíu ára. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið, en slíkt myndi draga stórkostlega úr framboði á verðtryggðum lánum. Viðbrögð við öðru en dóminum Breki Karlsson segir að ákvörðun Landsbankans sé áhugaverð. Bankinn hafi lokað fyrir lánveitingar fyrir tíu dögum, hann fagni því að fólk geti farið að fá aftur lán. Dómurinn sem féll í vaxtamálinu svokallaða á dögunum hafi hins vegar ekki snúið að verðtryggðum lánum, og þessi ákvörðun Landsbankans séu því viðbrögð við einhverju öðru en honum. „Það eiga enn fjögur mál eftir að fara fyrir hæstarétt, og þar á meðal mál sem varða lán með verðtryggðum vöxtum.“ Nú er fólk að velta fyrir sér heima, er ég að lesa góðar fréttir eða slæmar fréttir? „Það er hægt að líta á þetta með tvennum hætti. Annars vegar er verið að minnka framboð af verðtryggðum lánum, og það þýðir þar með að lán, stýrivextir Seðlabankans fara að bíta miklu meira á almenning.“ „En eins og Lilja bankastjóri sagði í dag, þá eru komin skilyrði fyrir miklum lækkunum á stýrivöxtum Seðlabankans.“ Íslendingar verði að gera þá kröfu að veitt séu lán með svipuðum vöxtum og í nágrannalöndunum. Í Danmörku sé boðið upp á lán með þrjú prósent vöxtum og í Færeyjum séu þau í kringum fjögur prósent. Breki segir að dómurinn muni koma til með að auka samkeppni á lánamarkaði og skýrleika fyrir neytendur. „Nú geta neytendur valið, nú sjáum við hvað vextirnir eru og munu verða í framtíðinni. Ef við trúum því að það geti ríkt samkeppni á Íslandi, þá munu bankarnir keppast um í verði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Vaxtamálið Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Dómsmál Húsnæðismál Lánamál Tengdar fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02 Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Landsbankinn mun aðeins bjóða fyrstu kaupendum verðtryggð lán. Bankastjórinn segist ekki sjá jafn mikinn grundvöll fyrir verðtryggingu. Breytingin hefur ekki áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán hjá bankanum nú þegar. 24. október 2025 12:02
Vaxtalækkanir færast nær í tíma með minnkandi framboði verðtryggðra lána Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hefur lækkað skarpt á markaði eftir ákvörðun Landsbankans að takmarka verulega framboð sitt á verðtryggðum íbúðalánum. Allt útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hefja vaxtalækkunarferli sitt á nýjan leik fyrr en áður var talið. 24. október 2025 13:02