Pólitískur og rökfræðilegur ómöguleiki Þórlindur Kjartansson skrifar 1. júní 2018 07:00 Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bandarísku flugmennirnir á ítölsku eynni Pianosa í seinni heimsstyrjöldinni þurftu að glíma við ýmiss konar harðræði og fáránleika. Þetta er að minnsta kosti uppleggið í skáldsögu eftir Joseph Heller. Þar segir einmitt frá hinni frægu reglu „Catch-22“.Enginn heilvita maður Söguhetjan Yossarian var einn af þessum flugmönnum sem þurftu í sífellu að sendast yfir hafið til þess að varpa sprengjum á óvinaherinn. Þetta var hættuleg iðja því óvinurinn var lítt hrifinn af sprengjuregninu og reyndi því af öllum mætti að skjóta sprengjuvélarnar niður. Yossarian tók þessar árásir mjög persónulega og vildi ólmur losna undan því að vera sendur í þessar sprengjuferðir. Eitt skiptið sem oftar fer hann til læknisins á herstöðinni og heimtar að fá uppáskrift um að hann sé óhæfur til að fljúga fleiri sprengjuleiðangra. Læknirinn harðneitar og bregður flugmaðurinn á það ráð að segjast vera geðbilaður, og spyr lækninn hvort hann þurfi ekki að setja geðbilaða menn í flugbann. Læknirinn staðfestir að sér beri skylda til þess. „Það er regla sem segir að ég verði að setja hvern þann í flugbann sem er veikur á geði.“ Þá hvetur Yossarian lækninn til þess að spyrja aðra í herdeildinni og að þeir muni allir staðfesta að hann sé geðbilaður. Þessu þverneitar læknirinn og segir að ekkert mark sé takandi á hinum flugmönnunum af því þeir séu allir snarbilaðir á geði. Yossarian spyr þá hvort hann þurfi ekki að setja þá alla í flugbann, og læknirinn segist vissulega mundi þurfa að gera það, en það sé hluti af reglunni að menn þurfi að biðja um að vera settir í flugbann. „En af hverju biður enginn um að vera settur í flugbann“ spyr Yossarian. „Það er vegna þess að þeir eru allir bilaðir,“ svarar læknirinn. Og til þess að fullkomna fáránleikann þá segir læknirinn að hver sá sem reynir að komast undan herþjónustu með því að segjast vera geðbilaður sé augljóslega heill á geði því einungis sá sem er bilaður á geði myndi kjósa að gegna herþjónustu ef hann gæti komist hjá því. Og þetta er hin fræga regla „Catch-22“. Steingrímur í bobba Þegar upp koma fáránlegar aðstæður, einkum í tengslum við opinbera stjórnsýslu og skriffinnsku, þá er gjarnan talað um „Catch-22“ ástand. Og nú er píratinn Björn Leví Gunnarsson búinn að koma Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, í þannig stöðu. Björn Leví sendi nefnilega forsetanum fyrirspurn þar sem óskað var eftir skriflegu svari við spurningunni: „Hvaða óskráðu reglur og hefðir gilda um störf þingmanna?“ og vitaskuld er óskað eftir skriflegu svari. Ef Steingrímur J. Sigfússon svarar fyrirspurninni þá hefur hann um leið skrásett hinar óskráðu reglur og eru þær þá að sjálfsögðu ekki lengur óskráðar heldur skráðar og eru þá samkvæmt skilgreiningu ekki lengur nothæft svar við fyrirspurninni. Það gildir um þetta viðfangsefni Steingríms hið sama og um þögnina, sem hverfur um leið og hún er nefnd. Kurteisi eða valdboð Þessi heimspekilega gildra er þó ekki aðeins áhugaverð út frá hinni skemmtilegu rökleysu sem hún býður upp á heldur endurspeglar hún kröfuna um að til séu skráðar reglur og ferlar um allt mögulegt. Það má jafnvel greina ákveðna tortryggni í garð „óskráðra reglna“ eins og þær séu leyndarmál sem einungis innvígðum og innmúruðum er sagt frá—en svo eru aðrir skammaðir fyrir að kunna ekki að hegða sér í samræmi við þær. En raunin er sú að langstærstur hluti af þeim reglum sem við fylgjum í lífinu eru óskráðar. Það er til dæmis engin skráð regla eða lög sem bannar manni að borða bæði næstsíðustu og síðustu pönnukökuna á disknum; það er bara dónalegt. Það er heldur engin skráð regla sem fyrirskipar að knattspyrnulið hendi boltanum aftur til mótherjans ef boltinn var settur úr leik til að hlúa að meiðslum; annað þykir einfaldlega ódrengilegt. Og það mun vera óskráð regla á Alþingi að þegar þingmaður flytur sína fyrstu ræðu þá sé honum sýnd sú miskunn að ekki sé komið upp til andsvara. Þessar óskráðu reglur hafa einmitt vægi í samfélaginu af því að þær byggjast á dómgreind fólks, kurteisi og drengskap, en ekki valdboði. Ef þær væru hins vegar skráðar þá væri ekki lengur nein dyggð fólgin í að fylgja þeim og það yrði hætt við að þær yrðu misnotaðar. Á öllum heimilum, skólum og vinnustöðum gilda ýmiss konar samskiptareglur og hefðir sem þróast smám saman í takt við þarfir og tíðaranda. Og það gildir svipað um þessar reglur, eins og reglu læknisins á Pianosa, að um leið og reynt er að skrá rökrétta og gagnlega óskráða reglu þá er líklegt að hún umbreytist í ógagnlega og órökrétta reglugerðarþvælu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun