Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Sylvía Hall skrifar 19. júní 2018 20:03 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar, þar á meðal Sósíalistaflokkurinn. Vísir/Vilhelm Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fór fram í dag, og stendur reyndar enn, enda er dagskráin þéttskipuð, og telur alls 54 mál. Meðal þess sem var tekið fyrir á fundinum var kjör borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, en Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Það má segja að borgarfulltrúar hafi byrjað af krafti, en um nóg var að vera á fyrsta fundinum. Meðal þess sem stóð hæst voru ummæli Lífar Magneudóttur um það að Marta Guðjónsdóttir tæki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði, en Vigdís Hauksdóttir sagði að um trúnaðarbrest væri að ræða og vildu borgarfulltrúar minnihlutans vita hvernig stæði á því að Líf hefði vitneskju um málið. Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“Ósætti í hópi Sósíalista vegna samstarfs við Sjálfstæðismenn - „Þeir eru ennþá óvinurinn" Borgarfulltrúar minnihlutans hafa boðað harða stjórnarandstöðu í minnihluta og hefur það vakið athygli í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins að Sanna Magdalena borgarfulltrúi flokksins hafi greitt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins atkvæði í ráð og nefndir á vegum borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar. Á þræði í hópi flokksins segist Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi flokksins, vera hugsi yfir þeirri ákvörðun en undirstrikar þó að samstarfið í minnihluta sé til þess að vera öflug andstaða úr öllum áttum. „Það var mögulega faux pas og ég er líka hugsi yfir því. Þetta er í fyrsta sinn sem Sanna situr borgarstjórnarfund og þetta fór ekki í gegn. Enn og aftur langar mig að segja að þetta er engan vegin samningur um málefni eingöngu formsatriði,“ segir Daníel Örn um atkvæði borgarfulltrúans. Meðlimir hópsins hafa lýst yfir mikilli óánægju við samstarfið við Sjálfstæðismenn en Daníel Örn segir þá enn vera óvininn. „Þeir eru ennþá óvinurinn en þau eru valdalausi óvinurinn í borginni.“Segir Sjálfstæðisflokkinn samanstanda af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum Borgarfulltrúar meirihlutans hafa einnig gert athugasemdir við samstöðu flokkanna í minnihluta, og gerði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, athugasemd við hana á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sagði að „það slitnaði ekki slefið“ á milli þeirra sem sitja í minnihluta.Sveimér þá - Ætli Eyþór hafi ekki bara verið að segja satt þegar hann sagðist ætla að breyta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn samanstendur nú af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum. Það slitnar a.m.k. ekki slefið á milli þeirra. #borgarstjórn — Líf Magneudóttir (@lifmagn) 19 June 2018 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skaut til baka á Twitter-síðu sinni þar sem hún spurði hvort samstarf Viðreisnar og Vinstri grænna í meirihluta hafi gert Líf að hægri manni eða Pawel að vinstri manni, í ljósi þess að fólk væri nú farið að setja Sjálfstæðismenn og Sósíalistaflokkinn undir sama hatt. Þau @lifmagn og @Dagurb gera athugasemdir við samstöðu stjórnarandstöðu í borgarstjórn. Gefa í skyn að Sósíalistar séu nú hægri flokkur. Í ljósi þess meirihluta sem myndaður var mætti þá spyrja með sama hætti: Hvort er @lifmagn nú hægri kona eða @pawelbartoszek nú vinstri maður? — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) 19 June 2018 Borgarstjórinn sjálfur var á meðal borgarfulltrúa sem tjáði sig á Twitter í dag, þar sem hann sagði ákvörðun flokkanna í minnihluta koma sér á óvart og hann hefði seint trúað því að Sanna Magdalena myndi styðja Eyþór Arnalds til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi Hauksdóttur til formennsku í umhverfis- og heilbrigðisráði. Hann segir það ekki vera óvænt að fulltrúar meirihlutans hlutu kosningu.Hefði þurft að láta segja mér tvisvar að Sanna myndi styðja Eyþór til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi í formannsku í umhverfis- og heilbrigðisráði og að þau styddu hana á móti í formennsku í velferðarráð. Fulltrúar meirihlutans hlutu - ekki óvænt - kosningu. — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) 19 June 2018 Sanna segir tilganginn vera að hrista upp í meirihlutanum Í umræddum þræði á Facebook-hópi Sósíalistaflokksins svarar Sanna Magdalena sjálf og segir engan málefnasamning vera á milli Sjálfstæðismanna og Sósíalista. Hún segir samstarf þeirra á milli vera fallið til þess að tryggja Sósíalistum fleiri sæti í ráðum, stjórnum og nefndum. „Að kjósa með lista sem við lögðum fram er ekki litið svo á að styðja D heldur að sýna samstöðu stjórnarandstöðu." segir Sanna, en hún vill meina að samstaða minnihlutans sé til þess fallin að hrista upp í meirihlutanum. Með þessu hafi flokkarnir komist að samkomulagi um setu í ráðum og nefndum og hafi Sjálfstæðisflokkurinn látið eftir sæti í Félagsbústuðum til Sósíalista. „[Við] vissum líka að slíkt myndi aldrei ná í gegn með 12 a móti 11.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fór fram í dag, og stendur reyndar enn, enda er dagskráin þéttskipuð, og telur alls 54 mál. Meðal þess sem var tekið fyrir á fundinum var kjör borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, en Dagur B. Eggertsson var kjörinn borgarstjóri með 12 atkvæðum. 11 seðlar voru auðir. Það má segja að borgarfulltrúar hafi byrjað af krafti, en um nóg var að vera á fyrsta fundinum. Meðal þess sem stóð hæst voru ummæli Lífar Magneudóttur um það að Marta Guðjónsdóttir tæki sæti í umhverfis- og heilbrigðisráði, en Vigdís Hauksdóttir sagði að um trúnaðarbrest væri að ræða og vildu borgarfulltrúar minnihlutans vita hvernig stæði á því að Líf hefði vitneskju um málið. Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“Ósætti í hópi Sósíalista vegna samstarfs við Sjálfstæðismenn - „Þeir eru ennþá óvinurinn" Borgarfulltrúar minnihlutans hafa boðað harða stjórnarandstöðu í minnihluta og hefur það vakið athygli í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins að Sanna Magdalena borgarfulltrúi flokksins hafi greitt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins atkvæði í ráð og nefndir á vegum borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsti því yfir á fundinum að flokkar minnihlutans myndu bjóða fram og kjósa sameiginlega í nefndir og ráð borgarstjórnar. Á þræði í hópi flokksins segist Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi flokksins, vera hugsi yfir þeirri ákvörðun en undirstrikar þó að samstarfið í minnihluta sé til þess að vera öflug andstaða úr öllum áttum. „Það var mögulega faux pas og ég er líka hugsi yfir því. Þetta er í fyrsta sinn sem Sanna situr borgarstjórnarfund og þetta fór ekki í gegn. Enn og aftur langar mig að segja að þetta er engan vegin samningur um málefni eingöngu formsatriði,“ segir Daníel Örn um atkvæði borgarfulltrúans. Meðlimir hópsins hafa lýst yfir mikilli óánægju við samstarfið við Sjálfstæðismenn en Daníel Örn segir þá enn vera óvininn. „Þeir eru ennþá óvinurinn en þau eru valdalausi óvinurinn í borginni.“Segir Sjálfstæðisflokkinn samanstanda af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum Borgarfulltrúar meirihlutans hafa einnig gert athugasemdir við samstöðu flokkanna í minnihluta, og gerði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, athugasemd við hana á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hún sagði að „það slitnaði ekki slefið“ á milli þeirra sem sitja í minnihluta.Sveimér þá - Ætli Eyþór hafi ekki bara verið að segja satt þegar hann sagðist ætla að breyta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn samanstendur nú af Sósíalistum, Flokki fólksins og Miðflokknum. Það slitnar a.m.k. ekki slefið á milli þeirra. #borgarstjórn — Líf Magneudóttir (@lifmagn) 19 June 2018 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skaut til baka á Twitter-síðu sinni þar sem hún spurði hvort samstarf Viðreisnar og Vinstri grænna í meirihluta hafi gert Líf að hægri manni eða Pawel að vinstri manni, í ljósi þess að fólk væri nú farið að setja Sjálfstæðismenn og Sósíalistaflokkinn undir sama hatt. Þau @lifmagn og @Dagurb gera athugasemdir við samstöðu stjórnarandstöðu í borgarstjórn. Gefa í skyn að Sósíalistar séu nú hægri flokkur. Í ljósi þess meirihluta sem myndaður var mætti þá spyrja með sama hætti: Hvort er @lifmagn nú hægri kona eða @pawelbartoszek nú vinstri maður? — Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) 19 June 2018 Borgarstjórinn sjálfur var á meðal borgarfulltrúa sem tjáði sig á Twitter í dag, þar sem hann sagði ákvörðun flokkanna í minnihluta koma sér á óvart og hann hefði seint trúað því að Sanna Magdalena myndi styðja Eyþór Arnalds til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi Hauksdóttur til formennsku í umhverfis- og heilbrigðisráði. Hann segir það ekki vera óvænt að fulltrúar meirihlutans hlutu kosningu.Hefði þurft að láta segja mér tvisvar að Sanna myndi styðja Eyþór til formennsku í skipulagsráði og Vigdísi í formannsku í umhverfis- og heilbrigðisráði og að þau styddu hana á móti í formennsku í velferðarráð. Fulltrúar meirihlutans hlutu - ekki óvænt - kosningu. — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) 19 June 2018 Sanna segir tilganginn vera að hrista upp í meirihlutanum Í umræddum þræði á Facebook-hópi Sósíalistaflokksins svarar Sanna Magdalena sjálf og segir engan málefnasamning vera á milli Sjálfstæðismanna og Sósíalista. Hún segir samstarf þeirra á milli vera fallið til þess að tryggja Sósíalistum fleiri sæti í ráðum, stjórnum og nefndum. „Að kjósa með lista sem við lögðum fram er ekki litið svo á að styðja D heldur að sýna samstöðu stjórnarandstöðu." segir Sanna, en hún vill meina að samstaða minnihlutans sé til þess fallin að hrista upp í meirihlutanum. Með þessu hafi flokkarnir komist að samkomulagi um setu í ráðum og nefndum og hafi Sjálfstæðisflokkurinn látið eftir sæti í Félagsbústuðum til Sósíalista. „[Við] vissum líka að slíkt myndi aldrei ná í gegn með 12 a móti 11.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn kemur saman til síns fyrsta fundar klukkan 14.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 19. júní 2018 13:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels