Að kjósa það versta Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Eldri karli, sem vinnur á kaffiteríunni á hóteli einu í bænum Baza, er skelfilega illa við mig. Ástæðan er örugglega sú að ég á það til að koma þarna inn og sitja tímunum saman yfir einum skitnum kaffibolla. Þar að auki sting ég tölvu minni í samband og ráfa um veraldarvefinn í boði hótelsins. Ef ég leyfi mér að fara á salernið mæti ég síðan svip hans sem segir: já, var það ekki? Rennerí á snyrtinguna í þokkabót. Hann afgreiðir mig venjulega ekki fyrr en hann er búinn að klappa vaskinum drykklanga stund. En ég hef líka horn í síðu hans. Ekki fyrir hundshausinn gagnvart mér. Hins vegar dettur þarna inn góðmenni eitt á hverjum morgni sem er svo líkur argentínska skáldinu Jorge Luis Borges að ég var að spá í að fá Guðberg til að þýða hann. Hann er reyndar haltur en ekki blindur en það breytir því ekki að þegar ég sit og skrifa heyri ég rödd Borges koma úr munni þessa manns sem er ósköp vinalegt. Mér var því illa brugðið þegar sá þykkjufulli fer að skamma Borges fyrir að hafa skilið eitthvað eftir í sambandi uppi á herbergi og rekur hann eins og rakka til að kippa því í liðinn. En hvað er ég þá að gera þarna? Jú, mig grunar að eftir allt saman höfum við lúmskt gaman af því sem hæfir okkur illa. Eða hvernig öðruvísi má útskýra það að fólk horfi á sápuóperur, hlusti á Enrique Iglesias, kjósi auðkýfingaflokka þó það sé blankt og leiti að fréttum og ummælum sem skaprauna því til að getað skrifa önnur ummæli sem enn minni sómi er að? Hvað ætli Borges segi um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eldri karli, sem vinnur á kaffiteríunni á hóteli einu í bænum Baza, er skelfilega illa við mig. Ástæðan er örugglega sú að ég á það til að koma þarna inn og sitja tímunum saman yfir einum skitnum kaffibolla. Þar að auki sting ég tölvu minni í samband og ráfa um veraldarvefinn í boði hótelsins. Ef ég leyfi mér að fara á salernið mæti ég síðan svip hans sem segir: já, var það ekki? Rennerí á snyrtinguna í þokkabót. Hann afgreiðir mig venjulega ekki fyrr en hann er búinn að klappa vaskinum drykklanga stund. En ég hef líka horn í síðu hans. Ekki fyrir hundshausinn gagnvart mér. Hins vegar dettur þarna inn góðmenni eitt á hverjum morgni sem er svo líkur argentínska skáldinu Jorge Luis Borges að ég var að spá í að fá Guðberg til að þýða hann. Hann er reyndar haltur en ekki blindur en það breytir því ekki að þegar ég sit og skrifa heyri ég rödd Borges koma úr munni þessa manns sem er ósköp vinalegt. Mér var því illa brugðið þegar sá þykkjufulli fer að skamma Borges fyrir að hafa skilið eitthvað eftir í sambandi uppi á herbergi og rekur hann eins og rakka til að kippa því í liðinn. En hvað er ég þá að gera þarna? Jú, mig grunar að eftir allt saman höfum við lúmskt gaman af því sem hæfir okkur illa. Eða hvernig öðruvísi má útskýra það að fólk horfi á sápuóperur, hlusti á Enrique Iglesias, kjósi auðkýfingaflokka þó það sé blankt og leiti að fréttum og ummælum sem skaprauna því til að getað skrifa önnur ummæli sem enn minni sómi er að? Hvað ætli Borges segi um það?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar