Fótbolti

Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Berg situr í grasinu og bíður eftir aðhlynningu
Jóhann Berg situr í grasinu og bíður eftir aðhlynningu S2 Sport
Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins.

Hjörvar var að vanda í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og fóru þeir yfir aðdraganda vítaspyrnudómsins.

Jóhann Berg Guðmundsson meiddist og þurfti að fara af velli. Rúrik Gíslason kom inn á í hans stað. Skiptingin gerðist þó ekki eins hratt og Hjörvar hefði viljað, Íslendingar voru einum færri í smá stund og á þeim tíma fékk Hörður Björgvin Magnússon dæmda á sig vítaspyrnu.

Hjörvar var virkilega ósáttur með Heimi og félaga í þessu máli og benti á að hann hefði gert þetta áður, í fyrsta leik undankeppninnar á móti Úkraínu. Þá fékk Ísland mark í bakið eftir slæman varnarleik, einum færri eftir meiðsli.

„Jói Berg þarf að fara út af og það er langur aðdragandi að því. Þarna á að koma maður strax inn á því hann situr þarna og gefur tíma,“ sagði Hjörvar.

„Þetta hefði getað kostað okkur svo mikið.“

Reynir Leósson tók undir þetta og benti á að Heimir sjálfur segði oft að úrslitin þegar komið er upp í svona háan gæðaflokk ráðist oft á litlum smáatriðum.

Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 á leikdögum á HM í fótbolta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×