Fótbolti

Sumarmessan: Kokkurinn þakkaði Messi fyrir leikinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska landsliðið er með kokk á vegum KSÍ sem sér um að elda ofan í strákana á HM í Rússlandi. Kokkurinn, Hinrik Ingi Guðbjargarson, beið hins vegar ekkert í eldhúsinu á meðan Ísland spilaði við Argentínu heldur var mættur inn á völlinn og tók í hendina á Messi eftir leik.

Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport fjölluðu um þetta stórskemmtilega atvik í gærkvöld og efaðist Hjörvar Hafliðason um að nokkuð annað lið í heiminum leyfði kokkinum að hanga á hliðarlínunni með liðinu.

„Hér er Messi að taka í spaðann á mönnum. Hver er mættur? Sjáið þið kokkinn, beint á Messi,“ sagði Hjörvar og hló.

Þetta skemmtilega innslag má sjá í sjónvarpsglugganum með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×