Viðskipti erlent

iPhone 3GS aftur í sölu í Suður-Kóreu

Sylvía Hall skrifar
Ekki er víst hvort mikil eftirspurn verði eftir símunum.
Ekki er víst hvort mikil eftirspurn verði eftir símunum. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að framleiðslu á iPhone 3GS var hætt árið 2012 mun síminn fara aftur í sölu í takmörkuðu upplagi í Suður-Kóreu nú í júní.

Óopnuð sending af símunum fannst á vörulager fyrirtækisins SK Telink og munu þeir selja símana að því gefnu að símtækin virka. Símarnir munu kosta rúmlega fjögur þúsund krónur og geta dyggir aðdáendur 3GS tekið gleði sína á ný yfir þessum fregnum, séu þeir á leið til Suður-Kóreu.

iPhone 3GS var þriðja kynslóð iPhone símanna sem hafa farið sigurför um heiminn kom á markað árið 2009. Síðan þá hafa símarnir tekið miklum breytingum, til að mynda er búið að breyta um hleðslutengi og styðst síminn ekki við 4G net, og mun nettengingin vera hægari en það sem eigendur nýjustu símanna eru vanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×