Fótbolti

Sumarmessan: „Árni Gautur besti íslenski markvörðurinn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Geta Þjóðverjar varið heimsmeistaratitil sinn? Strákarnir í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport reyndu að svara þeirri spurningu í liðnum Dynamo þrasið.

„Já, engin spurning,“ sagði Hjörvar Hafliðason og rifjaði upp hvenær það gerðist síðast að lið varði þennan eftirsóttasta titil allra.

Jón Þór Hauksson var þó ekki á því máli og sagði „útilokað að Þýskaland verði heimsmeistarar.“ Hann veðjaði á að Brasilía tæki titilinn.

Þeir þrösuðu líka um myndbandstæknina (VAR), þó þeir hafi verið sammála þar, og hvort Hannes Þór Halldórsson væri besti landsliðsmarkmaður Íslands frá upphafi.

Þar kom Jón Þór með sprengju og sagði Árna Gaut Arason vera bestan.

Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í sjónvarpsglugganum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×