Fótbolti

Rússneska mínútan: Ótrúlegur hroki Argentínumanna og vanmatið lifir enn

Rússneska mínútan er orðinn fastur liður hjá strákunum í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport og var engin breyting þar á í kvöld.

Henry Birgir Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson voru mættir í „beinni“ frá Rússlandi fyrir utan Spartak völlinn þar sem Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu.

Eitt helsta umræðuefni þeirra var hroki Argentínumanna. Þeir hituðu aðeins upp í 12 mínútur, Jorge Sampaoli tilkynnti byrjunarliðið sólarhring fyrir leik og höfðu ekki fyrir því að skoða völlinn í gær.

„Ég var búinn að segja ykkur þetta síðustu daga. Þeir nenntu þessu ekki. Vanmatið það lifir enn,“ sagði Tómas Þór.

„Þeir fengu heldur betur að kenna á því.“

Strákarnir býsnuðust yfir þessum stælum í Argentínumönnum í nokkuð meira en eina rússneska mínútu og má sjá og heyra í sjónvarpsglugganum með fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×