Fótbolti

Einn besti markmaður heims hrósar Hannesi í hástert

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenskum áhorfendum eftir leik.
Hannes Þór Halldórsson fagnar með íslenskum áhorfendum eftir leik. Vísir/Getty
Bandaríska goðsögnin Hope Solo, fyrrum landsliðsmarkvörður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, sparaði Hannesi Þór Halldórssyni ekki hrósið eftir frammistöðu hans í leik Íslands og Argentínu í dag.

Hannes varði víti frá Lionel Messi og átti auk þess margar mikilvægar markvörslur og var valinn maður leiksins.

„Ótrúlegur leikur hjá markmanni Íslands Hannesi Halldórssyni. Ver vítaspyrnu gegn Messi og á fullt af öðrum frábærum vörslum í 1-1 jafnteflinu við Argentínu,“ skrifaði Solo á Twitter.

Hannes þakkaði Solo fyrir fögru orðin og merkti þakkarskilaboð sín með myllumerkinu markmannasamtökin (#GKunion).



 


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×