Fótbolti

Sampaoli: Ætluðum að fara í gegnum Hörð Björgvin

Henry Birgir Gunnarsson í Moskvu skrifar
Sampaoli með drenginn í baksýn sem hann ætlaði í gegnum. Það gekk alls ekki.
Sampaoli með drenginn í baksýn sem hann ætlaði í gegnum. Það gekk alls ekki. vísir/getty
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, fékk silkihanskameðferð frá argentínskum blaðamönnum eftir jafnteflið gegn Íslandi í dag.

„Við reynum alltaf að vinna. Þetta er erfið niðurstaða því við komum peppaðir og ætluðum að vinna sterkt varnarlið. Við reyndum hvað við gátum en þetta gekk ekki," sagði hálfbugaður Sampaoli sem var spurður hvort sóknarleikurinn hefði verið nógu skipulagður.

„Allir leikir eru mismunandi. Færslurnar voru of hægar hjá okkur og við gátum ekki sært þá. Þeir voru of margir fyrir okkur. Við vildum ráðast á vinstri bakvörðinn þeirra (Hörð Björgvin) og særa þá þar. Það gekk ekki."

Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu Messi en hann vildi ekki gera lítið úr stjörnunni sinni. Sagði hann hafa gert sitt besta en þetta hefði bara ekki gengið í dag.

„Þeir lokuðu öllum svæðum en við gerðum allt sem við gátum. Ég ætla ekki að dæma mína menn sem eru í sárum."




Tengdar fréttir

Sjáðu fyrsta mark Íslands á HM

Alfreð Finnbogason skráði nafn sitt í sögubækurnar eftir að hann skoraði fyrsta mark Íslands í lokakeppni HM í knattspyrnu.

Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi.

Alfreð: Augnablikið var draumi líkast

Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×