Hin tólf ára Rebekka Rut Harðardóttir var boltaberi á leik Íslands og Argentínu sem nú er nýhafinn á Spartak-leikvanginum í Moskvu.
Óhætt er að segja að stundin hafi verið stór en Rebekka varð hlutskörpust í vali á boltabera, 300 íslenskir krakkar sóttu um.
Rebekka stóð sig með sóma eins og reikna mátti með.
