Þrjár breytingar frá liðinu sem byrjaði alla leikina á EM í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2018 12:15 Leikmennirnir ellefu sem byrjuðu alla fimm leikina á EM 2016. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Argentínu. Íslenska fótboltalandsliðið mætir til leiks með mjög líkt byrjunarlið og á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það eru þó þrjár breytingar og tveir leikmenn sem byrjuðu alla leikina á EM í Frakklandi þurfa að sætta sig við það að byrja á bekknum í dag. Fyrir tveimur árum varð Ísland fyrsta liðið til að stilla upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum sínum á Evrópumóti. Íslensku byrjunarliðsstrákarnir sluppu bæði við meiðsli og leikbönn og þjálfararnir Heimir og Lars Lagerback voru búnir að finna réttu uppskriftina sem skilaði íslenska liðinu alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Þrír leikmenn úr liðinu sem byrjaði alla leikina á EM eru ekki í fyrsta byrjunarliði íslenska landsliðins á HM. Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jón Daði Böðvarsson. Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur næstum því ekkert spilað á þessum tveimur árum vegna meiðsla og er ekki í hópnum hjá íslenska liðinu á HM. Emil Hallfreðsson kemur inn og Gylfi Þór Sigurðsson færir sig framar á völlinn. Jón Daði Böðvarsson byrjar á bekknum í dag og Alfreð Finnbogason er í framlínunni í hans stað. Ari Freyr Skúlason missti sæti sitt í vinstri bakverðinum til Harðar Björgvins Magnússonar í undankeppni HM og Hörður Björgvin heldur sæti sínu í þessum fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppninni. Leikmennirnir átta sem byrjuðu alla fimm leikina á EM og byrja líka í dag eru: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson.Byrjunarliðið á móti Argentínu í dag: Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon - ekki í byrjunarliðinu á EM Jóhann Berg Guðmundsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson - ekki í byrjunarliðinu á EM Birkir Bjarnason Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason - ekki í byrjunarliðinu á EMByrjunarliðið í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Argentínu. Íslenska fótboltalandsliðið mætir til leiks með mjög líkt byrjunarlið og á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það eru þó þrjár breytingar og tveir leikmenn sem byrjuðu alla leikina á EM í Frakklandi þurfa að sætta sig við það að byrja á bekknum í dag. Fyrir tveimur árum varð Ísland fyrsta liðið til að stilla upp sömu ellefu leikmönnunum í öllum fimm leikjum sínum á Evrópumóti. Íslensku byrjunarliðsstrákarnir sluppu bæði við meiðsli og leikbönn og þjálfararnir Heimir og Lars Lagerback voru búnir að finna réttu uppskriftina sem skilaði íslenska liðinu alla leið í átta liða úrslit keppninnar. Þrír leikmenn úr liðinu sem byrjaði alla leikina á EM eru ekki í fyrsta byrjunarliði íslenska landsliðins á HM. Þetta eru þeir Kolbeinn Sigþórsson, Ari Freyr Skúlason og Jón Daði Böðvarsson. Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur næstum því ekkert spilað á þessum tveimur árum vegna meiðsla og er ekki í hópnum hjá íslenska liðinu á HM. Emil Hallfreðsson kemur inn og Gylfi Þór Sigurðsson færir sig framar á völlinn. Jón Daði Böðvarsson byrjar á bekknum í dag og Alfreð Finnbogason er í framlínunni í hans stað. Ari Freyr Skúlason missti sæti sitt í vinstri bakverðinum til Harðar Björgvins Magnússonar í undankeppni HM og Hörður Björgvin heldur sæti sínu í þessum fyrsta leik íslenska liðsins í lokakeppninni. Leikmennirnir átta sem byrjuðu alla fimm leikina á EM og byrja líka í dag eru: Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson.Byrjunarliðið á móti Argentínu í dag: Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Hörður Björgvin Magnússon - ekki í byrjunarliðinu á EM Jóhann Berg Guðmundsson Aron Einar Gunnarsson Emil Hallfreðsson - ekki í byrjunarliðinu á EM Birkir Bjarnason Gylfi Þór Sigurðsson Alfreð Finnbogason - ekki í byrjunarliðinu á EMByrjunarliðið í öllum leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 Hannes Þór Halldórsson Birkir Már Sævarsson Kári Árnason Ragnar Sigurðsson Ari Freyr Skúlason Jóhann Berg Guðmundsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Birkir Bjarnason Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira