Fótbolti

Ekki nema fimmtán prósent líkur á íslenskum sigri að mati „stærðfræðigaldramannsins“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið.
Stundin í Nice er ennþá að trufla enska landsliðið. Vísir/Getty
Sigurlíkur Íslands gegn Argentínu eru ekki nema fimmtán prósent ef marka má sérstakt líkan sem tölfræðivefsíðan FiveThirtyEight birti á dögunum. Maðurinn á bak við líkanið er helst þekktur fyrir að hafa spáð rétt fyrir um úrslit í öllum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningum árið 2012.

Sá maður er Nate Silver, forsprakki FiveThirtyEight, en hann hefur meðal annars verið kallaður „stærðfræðigaldramaðurinn“ fyrir spálíkön hans sem þykja vera nákvæmari en flest, samanber spánna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2012.

Sem fyrr segir hefur vefsíða hans nú gefið út spá fyrir HM og er Silver með puttanna í henni því hann er skráður fyrir tölfræðivinunni sem er að baki spánni.

Sigurlíkur Íslands eru sem fyrr segir fimmtán prósent en 64 líkur eru á sigri Argentínu, 24 prósent líkur eru á jafntefli. Tölfræðilíkanið segir einnig að um þriðjungslíkur séu á því að Ísland fari upp úr riðlinum í sextán liða úrslit en samkvæmt líkaninu eru minna en eitt prósent líkur á að Ísland fari alla leið og komi með bikarinn heim eftir mót.

Samkvæmt útreikningum vefsíðunna er Ísland 23. besta liðið á HM, sem rímar ágætlega við stöðu landsliðsins á Fifa-listanum svokallaða, þar sem liðið er í 22. sæti.

Líkan síðunnar segir að mestar líkur séu á brasilískum sigri á HM eða 19 prósent líkur, þar á eftir kemur Spánn með 16 prósent líkur og 14 prósent líkur eru á því að ríkjandi heimsmeistar Þjóðverja verji titilinn.

Spálíkan FiveThirtyEight má sjá hér auk þess sem að nánari útlistun á útreikningunum má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×